Kristófer Ingi Kristinsson var ekki skráður í leikmannahóp Breiðabliks fyrir leik liðsins gegn Drita í kvöld. Kristófer hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Blikum, lék allan leikinn gegn KR síðasta sunnudag og spilaði vel í báðum leikjunum gegn Tikves í síðasta Evrópueinvígi.
Mistök voru gerð við skráningu skýrslunnar þegar hún var send á UEFA fyrir leikinn. Kristófer átti að byrja á varamannabekknum en mátti ekki taka þátt þar sem hann var ekki hluti af skráðum hópi í leiknum.
Hann átti að vera í hlutverki þessum leik og líklega fyrsti eða annar kosturinn til að fríska upp á sóknarleik liðsins af bekknum. Það var því augljóslega högg fyrir Blika að geta ekki nýtt hann í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Drita.
Mistök voru gerð við skráningu skýrslunnar þegar hún var send á UEFA fyrir leikinn. Kristófer átti að byrja á varamannabekknum en mátti ekki taka þátt þar sem hann var ekki hluti af skráðum hópi í leiknum.
Hann átti að vera í hlutverki þessum leik og líklega fyrsti eða annar kosturinn til að fríska upp á sóknarleik liðsins af bekknum. Það var því augljóslega högg fyrir Blika að geta ekki nýtt hann í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Drita.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Drita
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net komust Blikar að því að mistök hefðu verið gerð þegar þeir sáu hér á Fótbolta.net frétt fyrir leik með þeirri fyrirsögn að Kristófer væri ekki í hópnum.
Þegar það var skoðað reyndist það rétt, Kristófer var ekki skráður á skýrsluna sem send var til UEFA. Þá var rætt við fulltrúa UEFA á Kópavogsvelli og Blikar fengu þau skilaboð að þessu yrði kippt í liðinn. Ekki tókst að græja það og rétt eftir að leikurinn hófst var Kristófer sendur af varamannabekk Breiðabliks og þurfti að horfa á leikinn úr stúkunni þar sem hann var ekki skráður á skýrslu og mátti því ekki vera á bekknum.
Kristófer er skráður í hópinn fyrir þetta einvígi hjá UEFA og má því spila seinni leikinn, en þar sem hann var ekki á skýrslunni sem send var til UEFA fyrir þennan leik þá mátti hann ekki vera með í kvöld.
„Þetta voru mannleg mistök á skrifstofunni. Hann var nú á skýrslunni sem ég sá rétt fyrir leik en einhvern veginn datt út og var svo færður strax aftur inn. Skilaboðin frá UEFA voru þau að því miður væri það of seint, búið væri að staðfesta skýrsluna. No comment meira á það. Ömurlegt að missa frábæran leikmann, en það þýðir ekkert að vera eyða orku eða tilfinningum í það. Hann verður bara klár í næsta leik," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Mistökin eru svipuð og hjá KSÍ fyrir leik Íslands og Austurríkis í undankeppni EM kvenna í vor. Þá gleymdist að skrá tvo leikmenn íslenska liðsins og máttu þær því ekki taka þátt í leiknum.
Næsti leikur Breiðabliks fer fram á þriðjudag þegar liðið mætir Drita úti í Kósóvó.
Athugasemdir