Breiðablik hefur ráðið Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsfélaginu.
Hún tekur við af Eysteini Pétri Lárussyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ.
Hún tekur við af Eysteini Pétri Lárussyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ.
Tanja er lögfræðingur að mennt og hefur undanfarin misseri stundað nám við forystu og stjórnun samhliða vinnu. Tanja kemur frá TM tryggingum þar sem hún hefur starfað frá 2016 m.a. við lögfræðiþjónustu og viðskiptaþróun.
Tanja hlaut réttindi sem umboðsmaður knattspyrnumanna árið 2014 fyrst íslenskra kvenna og hefur unnið félagsstörf á vegum íþróttahreyfingarinnar t.d. verið í stjórn Leikmannasamtaka Íslands, varamaður í samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ og var kjörin dómari í dómstól ÍSÍ árið 2023.
„Það er mér mikill heiður að ganga til liðs við Breiðablik og starfa með því öfluga fólki sem kemur að öllum deildum félagsins. Íþróttir eru mitt aðaláhugamál og hefur það alltaf verið ákveðinn draumur að starfa á því sviði. Ég er því spennt að takast á við þau verkefni sem felast í áframhaldandi uppbyggingu og sókn þessa frábæra félags," segir Tanja í fréttatilkynningu Blika.
Athugasemdir