Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 25. júlí 2024 22:20
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög ánægður með frammistöðu okkar liðs, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við vorum algjörlega frábærir og svona heilt yfir í fyrri hálfleik líka en þetta var svolítið sérkennilegur leikur." sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik eftir 2-1 tapið gegn Drita á Kópavogsvelli í kvöld í annari umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

„Þeir skora þarna mark eftir örfáar mínútur og spila bara virkilega vel, spila sig  í gegnum okkur og gera það vel. Þetta eru góðir fótboltamenn og komast bara verðskukldað yfir en svo eiginlega fóru þeir að gera eitthvað allt annað en að spila fótbolta og það er rosalega krefjandi"

„Mér fannst svo vera farið að draga svakalega af þeim hérna í seinni hálfleik og mér fannst við keyra yfir þá frá fyrstu mínútum og mér fannst við verðskulda allaveganna að jafna leikinn en þeir gerðu vel að henda sér fyrir allt og markmaðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel en þetta mark skiptir máli og þetta er allt í lagi staða sem við förum út með og við ætlum okkur bara að skora úti og jafna einvígið og slá þá út."

Breiðablik voru frábærir í kvöld í seinni hálfleik og taka þann hálfleik með sér út í síðari leikinn sem fer fram eftir rúma viku. 

„Það er fínt að vera búið að máta sig á móti þessu liði, nú vitum við svona meira um þá. Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim og finna aðeins fyrir þeim. Þetta er bara hörku lið og það verður auðvitað krefjandi leikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Dóri ræðir meðal annars um klúðrið með Kristófer Inga sem gat ekki tekið þátt í leiknum hér í kvöld.


Athugasemdir
banner