Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
banner
   fim 25. júlí 2024 22:20
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög ánægður með frammistöðu okkar liðs, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við vorum algjörlega frábærir og svona heilt yfir í fyrri hálfleik líka en þetta var svolítið sérkennilegur leikur." sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik eftir 2-1 tapið gegn Drita á Kópavogsvelli í kvöld í annari umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

„Þeir skora þarna mark eftir örfáar mínútur og spila bara virkilega vel, spila sig  í gegnum okkur og gera það vel. Þetta eru góðir fótboltamenn og komast bara verðskukldað yfir en svo eiginlega fóru þeir að gera eitthvað allt annað en að spila fótbolta og það er rosalega krefjandi"

„Mér fannst svo vera farið að draga svakalega af þeim hérna í seinni hálfleik og mér fannst við keyra yfir þá frá fyrstu mínútum og mér fannst við verðskulda allaveganna að jafna leikinn en þeir gerðu vel að henda sér fyrir allt og markmaðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel en þetta mark skiptir máli og þetta er allt í lagi staða sem við förum út með og við ætlum okkur bara að skora úti og jafna einvígið og slá þá út."

Breiðablik voru frábærir í kvöld í seinni hálfleik og taka þann hálfleik með sér út í síðari leikinn sem fer fram eftir rúma viku. 

„Það er fínt að vera búið að máta sig á móti þessu liði, nú vitum við svona meira um þá. Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim og finna aðeins fyrir þeim. Þetta er bara hörku lið og það verður auðvitað krefjandi leikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Dóri ræðir meðal annars um klúðrið með Kristófer Inga sem gat ekki tekið þátt í leiknum hér í kvöld.


Athugasemdir
banner