Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   fim 25. júlí 2024 22:20
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög ánægður með frammistöðu okkar liðs, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við vorum algjörlega frábærir og svona heilt yfir í fyrri hálfleik líka en þetta var svolítið sérkennilegur leikur." sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik eftir 2-1 tapið gegn Drita á Kópavogsvelli í kvöld í annari umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

„Þeir skora þarna mark eftir örfáar mínútur og spila bara virkilega vel, spila sig  í gegnum okkur og gera það vel. Þetta eru góðir fótboltamenn og komast bara verðskukldað yfir en svo eiginlega fóru þeir að gera eitthvað allt annað en að spila fótbolta og það er rosalega krefjandi"

„Mér fannst svo vera farið að draga svakalega af þeim hérna í seinni hálfleik og mér fannst við keyra yfir þá frá fyrstu mínútum og mér fannst við verðskulda allaveganna að jafna leikinn en þeir gerðu vel að henda sér fyrir allt og markmaðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel en þetta mark skiptir máli og þetta er allt í lagi staða sem við förum út með og við ætlum okkur bara að skora úti og jafna einvígið og slá þá út."

Breiðablik voru frábærir í kvöld í seinni hálfleik og taka þann hálfleik með sér út í síðari leikinn sem fer fram eftir rúma viku. 

„Það er fínt að vera búið að máta sig á móti þessu liði, nú vitum við svona meira um þá. Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim og finna aðeins fyrir þeim. Þetta er bara hörku lið og það verður auðvitað krefjandi leikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Dóri ræðir meðal annars um klúðrið með Kristófer Inga sem gat ekki tekið þátt í leiknum hér í kvöld.


Athugasemdir
banner