Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 25. júlí 2024 22:20
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög ánægður með frammistöðu okkar liðs, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við vorum algjörlega frábærir og svona heilt yfir í fyrri hálfleik líka en þetta var svolítið sérkennilegur leikur." sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik eftir 2-1 tapið gegn Drita á Kópavogsvelli í kvöld í annari umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

„Þeir skora þarna mark eftir örfáar mínútur og spila bara virkilega vel, spila sig  í gegnum okkur og gera það vel. Þetta eru góðir fótboltamenn og komast bara verðskukldað yfir en svo eiginlega fóru þeir að gera eitthvað allt annað en að spila fótbolta og það er rosalega krefjandi"

„Mér fannst svo vera farið að draga svakalega af þeim hérna í seinni hálfleik og mér fannst við keyra yfir þá frá fyrstu mínútum og mér fannst við verðskulda allaveganna að jafna leikinn en þeir gerðu vel að henda sér fyrir allt og markmaðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel en þetta mark skiptir máli og þetta er allt í lagi staða sem við förum út með og við ætlum okkur bara að skora úti og jafna einvígið og slá þá út."

Breiðablik voru frábærir í kvöld í seinni hálfleik og taka þann hálfleik með sér út í síðari leikinn sem fer fram eftir rúma viku. 

„Það er fínt að vera búið að máta sig á móti þessu liði, nú vitum við svona meira um þá. Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim og finna aðeins fyrir þeim. Þetta er bara hörku lið og það verður auðvitað krefjandi leikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Dóri ræðir meðal annars um klúðrið með Kristófer Inga sem gat ekki tekið þátt í leiknum hér í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner