Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   fim 25. júlí 2024 22:20
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög ánægður með frammistöðu okkar liðs, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við vorum algjörlega frábærir og svona heilt yfir í fyrri hálfleik líka en þetta var svolítið sérkennilegur leikur." sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðablik eftir 2-1 tapið gegn Drita á Kópavogsvelli í kvöld í annari umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

„Þeir skora þarna mark eftir örfáar mínútur og spila bara virkilega vel, spila sig  í gegnum okkur og gera það vel. Þetta eru góðir fótboltamenn og komast bara verðskukldað yfir en svo eiginlega fóru þeir að gera eitthvað allt annað en að spila fótbolta og það er rosalega krefjandi"

„Mér fannst svo vera farið að draga svakalega af þeim hérna í seinni hálfleik og mér fannst við keyra yfir þá frá fyrstu mínútum og mér fannst við verðskulda allaveganna að jafna leikinn en þeir gerðu vel að henda sér fyrir allt og markmaðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel en þetta mark skiptir máli og þetta er allt í lagi staða sem við förum út með og við ætlum okkur bara að skora úti og jafna einvígið og slá þá út."

Breiðablik voru frábærir í kvöld í seinni hálfleik og taka þann hálfleik með sér út í síðari leikinn sem fer fram eftir rúma viku. 

„Það er fínt að vera búið að máta sig á móti þessu liði, nú vitum við svona meira um þá. Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim og finna aðeins fyrir þeim. Þetta er bara hörku lið og það verður auðvitað krefjandi leikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan þar sem Dóri ræðir meðal annars um klúðrið með Kristófer Inga sem gat ekki tekið þátt í leiknum hér í kvöld.


Athugasemdir