
Panathinaikos
2
0
Víkingur R.

Filip Mladenovic
'70
1-0
Tete
'94
2-0
20.02.2025 - 20:00
Ólympíuleikvangurinn í Aþenu
Sambandsdeildin
Aðstæður: Kalt kvöld í Aþenuborg
Dómari: Rade Obrenovic (Slóvenía)
Áhorfendur: Um 10 þúsund
Ólympíuleikvangurinn í Aþenu
Sambandsdeildin
Aðstæður: Kalt kvöld í Aþenuborg
Dómari: Rade Obrenovic (Slóvenía)
Áhorfendur: Um 10 þúsund
Byrjunarlið:
69. Bartlomiej Dragowski (m)
7. Fitis Ioannidis

8. Azzedine Ounahi
10. Tete

15. Sverrir Ingi Ingason
16. Adam Cerin
('56)

20. Nemanja Maksimovic
24. Manolis Siopis

25. Filip Mladenovic

27. Giannis Kotsiras
('56)

31. Filip Djuricic

Varamenn:
1. Yuri Lodygin (m)
2. Giorgis Vagiannidis
('56)

3. Philipp Max
11. Tasos Bakasetas
14. Erik Palmer-Brown
17. Daniel Mancini
19. Karol Swiderski
('56)


26. Elton Fikaj
29. Alexander Jeremejeff
30. Adriano Bregou
80. Athanasios Ntampizas
81. Klidman Lilo
Liðsstjórn:
Rui Vitoria (Þ)
Gul spjöld:
Filip Djuricic ('56)
Manolis Siopis ('85)
Fitis Ioannidis ('95)
Karol Swiderski ('98)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það munaði svo litlu.....
Panathinaikos vinnur þennan leik á dramatískan hátt.
Svekkjandi en svo sannarlega frammistaða sem Víkingar geta verið stoltir af í þessu einvígi. Fullt af atvikum sem maður getur svekkt sig á, sérstaklega kannski í fyrri leiknum þar sem hægt hefði verið að vinna stærra.
Svekkjandi en svo sannarlega frammistaða sem Víkingar geta verið stoltir af í þessu einvígi. Fullt af atvikum sem maður getur svekkt sig á, sérstaklega kannski í fyrri leiknum þar sem hægt hefði verið að vinna stærra.
95. mín
Gult spjald: Fitis Ioannidis (Panathinaikos)

Salómon
Báðir fyrirliðarnir fá spjald eftir þessi læti.
94. mín
MARK!

Tete (Panathinaikos)
Grátlegt!!!! Heimamenn að skora í uppbótartíma!
Ingvar varði skot sem breytti um stefnu, boltinn datt út á Tete sem átti fast skot beint í hornið.
Andsk...
Andsk...
90. mín
Sveinn Gísli með skalla á markið eftir hornspyrnu Karls Friðleifs en máttlítill skalli og Dragowski ver af öryggi.
90. mín
Ari Sigurpálsson vinnur hornspyrnu, boltinn af Mladenovic og afturfyrir. Hvað gerist nú??
89. mín
Helgi með fyrirgjöf ætlaða Nikolaj Hansen en varnarmaður Pana nær að komast á undan í boltann.
83. mín
Ef leikurinn endar svona verður auðvitað framlengt. Engin útivallamarkaregla, hún heyrir sögunni til.
81. mín

Inn:Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
Vatnhamarinn mættur!
80. mín
Heimamenn hafa stigið aðeins á bensíngjöfina og leikurinn fer nánast allur fram við teig Víkings þessa stundina.
74. mín
Daníel með hornið en boltinn fer yfir allt og alla og endar fyrir aftan endamörk hinumegin.
73. mín
Reykt í fréttamannastúkunni
Grískir kollegar mínir fagna þessu marki margir hverjir með því að kveikja sér í sígó.
70. mín
MARK!

Filip Mladenovic (Panathinaikos)
Pana nær að skora, ansi flott skot verður að viðurkennast
Einvígið er jafnt 2-2.
Mladenovic með sendingu, boltinn fer af Matta Villa og dettur aftur á Mladenovic sem nær afskaplega smekklegu skoti alveg út við stöng.
Mladenovic með sendingu, boltinn fer af Matta Villa og dettur aftur á Mladenovic sem nær afskaplega smekklegu skoti alveg út við stöng.
70. mín
Helgi Guðjóns með góða tæklingu. Áhorfendur vilja víti enn og aftur en þetta var bara flott tækling hjá Helga.
69. mín
Ef Víkingur fer áfram...
Verður dregið á morgun hvort mótherjinn í 16-liða úrslitum verður Rapid Vín eða Fiorentina.
65. mín
Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)

Fyrir brot. Ekki hægt að kvarta yfir þessu spjaldi.
64. mín
Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)

Davíð kominn í bann í næsta leik ef Víkingur fer áfram. Davíð hefur verið í mikilli baráttu í þessum leik.
62. mín
Rui Vitoria áhyggjufullur á svip
Stjóri Pana veit að það yrði risaskandall ef liðið kemst ekki áfram gegn Víkingi.
54. mín

Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Út:Aron Elís Þrándarson (f) (Víkingur R.)
Aron Þrándar hefur lokið leik. Var smá tæpur fyrir leikinn. Matti Villa sem skoraði í fyrri leiknum kominn inná.
54. mín
Ioannidis með skot fyrir utan teig en fremur máttlítið og Ingvar ver af öryggi og heldur boltanum.
51. mín
Pana fær hornspyrnu og þá taka stuðningsmenn þeirra aðeins við sér. Hafa haft sig hæga síðustu mínútur. Boltinn laus í smá stund í teignum áður en Ingvar handsamar hann.
48. mín
Sóknarbrot dæmt á Víkinga eftir hornspyrnuna. Erlingur hindraði markvörðinn þeirra.
47. mín
Víkingur fær sitt fyrsta horn. Helgi Guðjóns vinnur það eftir gott spil Víkings.
45. mín
Liðin ganga til vallar
Áhugaverður seinni hálfleikur framundan. Halda grísku dýfingarnar áfram?
Risastór fyrri hálfleikur búinn. Staðan er 0-0. KOMA SVOOOOOO ?????? pic.twitter.com/tyenitdo4v
— Víkingur (@vikingurfc) February 20, 2025
Nokkrir punktar úr þessum fyrri hálfleik.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 20, 2025
Richarlison myndi smellpassa í lið Panathiakos. Þeir væla og tuða yfir öllu.
Daníel Hafsteinsson er ekkert eðlilega góður í fótbolta
Finnst Víkingar hafa góða stjórn a leiknum
Það eru möguleikar til að klára þetta einvígi #fotboltinet
Ari Sigurpáls er eins og prime Gunnar Örn Jónsson þarna úti. Unplayable.
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) February 20, 2025
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (af heimasíðu UEFA)
Með boltann: 62% - 38%
Marktilraunir: 8 - 2
Hornspyrnur: 5 - 0
Heppnaðar sendingar: 254-151
Marktilraunir: 8 - 2
Hornspyrnur: 5 - 0
Heppnaðar sendingar: 254-151
45. mín
Hálfleikur
Obrenovic flautar til hálfleiks
Víkingur er enn 2-1 yfir í einvíginu. 45 mínútur eftir. Að minnsta kosti.
Stuðningsmenn Panathinaikos baula. Ekki sáttir!
Stuðningsmenn Panathinaikos baula. Ekki sáttir!
45. mín
Gengur illa hjá Panathinaikos að skapa færi
Það pirrar þá, og stuðningsmennina. Megi þetta halda svona áfram.
45. mín
Daníel Hafsteins dæmdur brotlegur. Pana fékk aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika og þetta endaði allt saman með því að boltinn flaug yfir.
2 mínútur í uppbótartíma. Að minnsta kosti.
2 mínútur í uppbótartíma. Að minnsta kosti.
42. mín
Boltinn af Helga og afturfyrir eftir fyrirgjöf. Pana fékk horn og í annarri bylgju þá handsamaði Ingvar boltann.
41. mín
Helgi Guðjóns með frábæra sendingu á Valdimar sem er að komast í dauðafæri en missir jafnvægið í baráttu við Sverri í teignum. Ýtti Sverrir ekki í bakið á Valdimar þarna?
39. mín
Sverrir Ingi brýtur á Aroni Þrándar í skallaeinvígi. Sverrir ósáttur við þennan dóm.
35. mín
Þeir kasta sér niður aftur og aftur
Það er draumur Panathinaikos að fá víti. Óþolandi að sjá þá henda sér niður hvað eftir annað. Slóveninn má fara að spjalda. Azzedine Ounahi með leikaraskap.
31. mín
Flott samspil hjá Víkingi. Eftir þjáningarnar í upphafi leiks eru þeir að ná að halda boltanum miklu betur núna.
28. mín
Já það eru alvöru sveiflur í þessum leik. Allt í einu áðan kom kafli þar sem Víkingar hótuðu mark í nokkur skipti á örfáum mínútum og hreinlega óheppnir að skora ekki!
26. mín
Enn og aftur vill Pana víti. Sverrir Ingi að kalla eftir hendi á Helga Guðjóns en ekkert er dæmt. Grísku blaðamennirnir við hliðina á mér eru ekki sáttir og hrista hausinn.
25. mín
Kotsiras reynir fyrirgjöf sem Helgi kemst fyrir. Hornspyrna. Ekkert verður úr horninu sem var þó býsna fínt.
24. mín
Víkingur fékk aukaspyrnu en náði ekki að nýta hana vel. Helgi með sendingu sem fór beint í fang markvarðarins.
23. mín
VÍKINGUR SVO NÁLÆGT!!!
Ari Sigurpáls er á undan markverðinum í boltann og kemst í mjög þröngt færi. Er ekki í fullkomnu jafnvægi þegar hann tekur skotið og varnarmaður er mættur á línuna og bjargar.
22. mín
Vandræðagangur í vörn Panathinaikos og Ari nálægt því að komast í færi fyrir opnu marki en varnarmaður bjargar með tæklingu.
21. mín
Brasilísk dýfa
Tete fer niður og vill víti í baráttu við Helga en "upp með þig" segir Slóveninn. Fór auðveldlega niður Brassinn.
19. mín
Ari Sigurpáls nálægt því að koma sér í hættulegt færi en góður varnarleikur hjá Sverri sem nær að vera á undan honum í boltann.
17. mín
Davíð Atla sparkaður niður við hliðarlínuna og Slóveninn dæmir aukaspyrnu þegar Valdimar var við það að komast í færi. Galið.
15. mín
Varnarleikurinn að klikka hjá Víkingi og skuynlega komst Panathinaikos í hættulega sókn sem liðið fór sem betur fer mjög illa með.
14. mín
Davíð Atla setur boltann afturfyrir. Pana fær sitt annað horn. Spila úr horninu og svo kemur skot sem kemst ekki í gegnum pakkann.
13. mín
Víkingar ekki að ná að tengja saman sendingar og eru að hitta boltann illa. Þurfa að halda betur í boltann. Vonandi fer byrjunarskjálftinn úr mönnum hið snarasta.
11. mín
Víkingar ekkert að drífa sig þegar þeir fá föst leikatriði og þá baula heimamenn í stúkunni. Um að gera að pirra Grikkina sem mest.
8. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Pana en Ekroth hreinsar í hornspyrnu. Fyrsta horn leiksins.
5. mín
Víkingar snerta varla boltann. Heimamenn láta hann ganga sín á milli og stuðningsmenn þeirra syngja og tromma.
3. mín
Aldrei neitt á þetta. Algjört grín að hann hafi legið og vælt eins og stunginn grís.
2. mín
Heimamenn að kalla eftir víti hérna strax í byrjun. Leikmaður Pana fór niður í baráttu við Aron Þrándar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!!!
Víkingar sækja í átt að Akrópólishæð í fyrri hálfleik. Heimamenn hófu leik.
Fyrir leik
Kalt Aþenukvöld
Ég tók með mér úlpu í ferðalagið til að nota í Helsinki. Ég bjóst ekki við að þurfa hana í Aþenu en annað hefur komið á daginn.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og Sambandsdeildarstefið ómar. Grísku blaðamennirnir veita okkur tveimur íslensku fréttamönnunum höfðinglegar móttökur. Toppmenn í stétt grískra íþróttafréttamanna. Ásamt mér er Gunnar Egill frá Morgunblaðinu hér einnig.
Fyrir leik
Alvöru hátalarakerfi á vellinum og það er stillt á hæsta styrk. Vallarþulur með mjög dimma og grimmilega rödd er að kynna liðin. Átta mínútur í leik!
Sölvi Ottesen hefur valið byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins. Það er óbreytt frá síðasta leik. pic.twitter.com/kzDVkK9olU
— Víkingur (@vikingurfc) February 20, 2025
Fyrir leik
Engin breyting hjá Sölva
Sölvi Geir Ottesen hefur opinberað byrjunarlið Víkings. Hann treystir á sama lið og í fyrri leiknum.
Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen, sem voru í banni í fyrri leiknum, koma báðir inn í hópinn en byrja á bekknum.
Sverrir Ingi Ingason er á sínum stað í byrjunarliði Panathinaikos.
Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen, sem voru í banni í fyrri leiknum, koma báðir inn í hópinn en byrja á bekknum.
Sverrir Ingi Ingason er á sínum stað í byrjunarliði Panathinaikos.
Strákarnir eru lagðir af stað ?????? pic.twitter.com/yvEKgs3OTS
— Víkingur (@vikingurfc) February 20, 2025
Fyrir leik
Íslenskt veður í Aþenu!
Skyndilega kólnaði hressilega í Aþenu og það verður aðeins um 4 gráðu hiti þegar flautað verður til leiks í kvöld. Ég ræddi veðrið og stuðið við samfélagsmiðlastjörnu Víkings, Sverri Geirdal.
20.02.2025 15:57
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Fyrir leik
Um 75 Víkingar á leiknum
Ég spjallaði við formanninn í dag og við ræddum komandi leik.
20.02.2025 15:35
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Fyrir leik
Fiðrildi í maganum fyrir leik
„Það var geðveikt, ógeðslega gaman og gaman að fá traustið. Engin spurning," segir varnarmaðurinn Sveinn Gísli Þorkelsson sem lék mjög vel í fyrri leiknum.
18.02.2025 14:12
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
Fyrir leik
Koma með meira tempó
„Ég held að leikurinn á fimmtudag verði erfiðari Þeir munu klárlega koma með aðeins meira tempó og við verðum að vera undirbúnir fyrir það. Við þurfum bara að spila sem lið og ná þessu yfir línuna," segir Aron Elís Þrándarson.
19.02.2025 07:00
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fyrir leik
Erfitt að hafa ekki getað verið með
„Ég þoli ekki að horfa á fótboltaleiki ef maður fær ekki að spila þá svo þetta var svekkjandi en ég er spenntur að spila næsta leik. Sérstaklega þegar það kemur svona góð liðsframmistaða þá viltu spila með félögum þínum," segir Karl Friðleifur sem snýr úr leikbanni.
19.02.2025 14:00
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
Fyrir leik
Viðtal við Sölva fyrir leikinn
„Ég hugsa að leikmyndin verði mjög svipuð og í fyrri leiknum. Við þurfum að standa saman og vera þéttir þegar við verjumst og nýta tækifærin þegar við fáum boltann. Við þurfum líka að halda áfram að vera sterkir í föstum leikatriðum," segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Hér má sjá viðtal sem var tekið við hann í gær:
Hér má sjá viðtal sem var tekið við hann í gær:
19.02.2025 15:40
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Fyrir leik
Veðbankar með háa stuðla á Víkingssigur í kvöld
19.02.2025 18:00
Lesendur bjartsýnni en veðbankar
Fyrir leik
Hafa fulla trú
Ingvar Jónsson markvörður átti frábæran leik gegn Panathinaikos í Helsinki og var valinn maður leiksins. Víkingsliðið er farið að finna sig vel á stóra sviðinu.
„Það var mjög sérstök tilfinning að spila þennan leik. Það var smá eins og maður væri kominn aftur til baka eftir meiðsli. Það var svo langt síðan maður hafði spilað, þetta var ekki eins og að spila heima í snjó á Íslandi," segir Ingvar.
„Ég er ótrúlega ánægður með hvað það gekk vel. Allt liðið spilaði vel í gegnum allan leikinn. Það kom einn og einn kafli þar sem við þurftum aðeins að 'söffera' en komumst í gegnum það. Yfir allt var þetta mjög góð góð frammistaða."
„Það kveikir auka í mönnum að spila svona stóra leiki, það er eitthvað við það. Leið og maður labbar inn á leikvanginn kveikist aukalega á einhverjum fókus hjá öllum. Við höfum fulla trúa á því að við getum klárað þetta."
„Við höfum að einhverju leyti komið þeim á óvart í fyrri leiknum og þeir voru ekkert himinlifandi með aðstæður þarna. Þeir vita núna að þetta verður erfiður leikur og munu gefa allt í þetta. Þeir verða allavega einum gír ofar í næsta leik," segir Ingvar Jónsson.

Ingvar Jónsson markvörður átti frábæran leik gegn Panathinaikos í Helsinki og var valinn maður leiksins. Víkingsliðið er farið að finna sig vel á stóra sviðinu.
„Það var mjög sérstök tilfinning að spila þennan leik. Það var smá eins og maður væri kominn aftur til baka eftir meiðsli. Það var svo langt síðan maður hafði spilað, þetta var ekki eins og að spila heima í snjó á Íslandi," segir Ingvar.
„Ég er ótrúlega ánægður með hvað það gekk vel. Allt liðið spilaði vel í gegnum allan leikinn. Það kom einn og einn kafli þar sem við þurftum aðeins að 'söffera' en komumst í gegnum það. Yfir allt var þetta mjög góð góð frammistaða."
„Það kveikir auka í mönnum að spila svona stóra leiki, það er eitthvað við það. Leið og maður labbar inn á leikvanginn kveikist aukalega á einhverjum fókus hjá öllum. Við höfum fulla trúa á því að við getum klárað þetta."
„Við höfum að einhverju leyti komið þeim á óvart í fyrri leiknum og þeir voru ekkert himinlifandi með aðstæður þarna. Þeir vita núna að þetta verður erfiður leikur og munu gefa allt í þetta. Þeir verða allavega einum gír ofar í næsta leik," segir Ingvar Jónsson.
18.02.2025 08:00
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Fyrir leik
Tveir snúa úr banni, einn seldur og einn keyptur en má ekki spila
Bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson og sóknarmaðurinn og fyrirliðinn Nikolaj Hansen voru í banni hjá Víkingi í fyrri leiknum en koma nú ferskir inn í leikmannahópinn.
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið tíðindamiklir dagar hjá Víkingum. Danijel Djuric var seldur til Króatíu nánast á miðri æfingu í vikunn og daginn eftir var tilkynnt um kaup á Gylfa Þór Sigurðssyni.
Það er hinsvegar búið að loka Evrópuhópnum út þetta tímabil og Gylfi má því ekki spila, það má ekki bæta honum við hópinn þó Víkingur komist áfram.
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið tíðindamiklir dagar hjá Víkingum. Danijel Djuric var seldur til Króatíu nánast á miðri æfingu í vikunn og daginn eftir var tilkynnt um kaup á Gylfa Þór Sigurðssyni.
Það er hinsvegar búið að loka Evrópuhópnum út þetta tímabil og Gylfi má því ekki spila, það má ekki bæta honum við hópinn þó Víkingur komist áfram.
17.02.2025 16:00
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
Fyrir leik
Sverrir Ingi: Við þurfum að stíga upp
„Við þurfum bara að taka ábyrgð. Við erum sigurstranglegri og eigum að gera miklu betur en við gerðum. Við þurfum að stíga upp, við höfum ekki spilað vel síðustu þrjá leiki og tapað þeim öllum þremur. Það er brekka en við þurfum að sýna að við séum alvöru karakterar til að snúa þessu við," segir Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Panathinaikos, eftir síðasta leik. Panathinaikos batt síðan enda á taphrinu sína í grísku deildinni síðasta sunnudag.

„Við þurfum bara að taka ábyrgð. Við erum sigurstranglegri og eigum að gera miklu betur en við gerðum. Við þurfum að stíga upp, við höfum ekki spilað vel síðustu þrjá leiki og tapað þeim öllum þremur. Það er brekka en við þurfum að sýna að við séum alvöru karakterar til að snúa þessu við," segir Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Panathinaikos, eftir síðasta leik. Panathinaikos batt síðan enda á taphrinu sína í grísku deildinni síðasta sunnudag.
13.02.2025 20:50
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Fyrir leik
Leikið fram á nótt?
Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma en það er ekki fyrr en klukkan 22:00 að staðartíma. Ef Panathinaikos vinnur með eins marks mun verður leikurinn framlengdur og þá ráðast úrslitin ekki fyrr en þegar runninn er upp föstudagur hér í Aþenu.
Slóvenskir dómarar sjá um dómgæsluna í leiknum. Þar er í fararbroddi Rade Obrenovic sem verður aðaldómari leiksins en hann hefur verið að dæma í Meistaradeildinni.
Panathinaikos - Víkingur
Dómari: Rade Obrenovic, Slóvenía
Aðstoðardómari 1: Jure Praprotnik, Slóvenía
Aðstoðardómari 2: Grega Kordez, Slóvenía
4ði dómari: Dejan Balazic, Slóvenía
VAR: Asmir Sagrkovic, Slóvenía
Aðstoðar VAR: Denis Sabanagic, Slóvenía

Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma en það er ekki fyrr en klukkan 22:00 að staðartíma. Ef Panathinaikos vinnur með eins marks mun verður leikurinn framlengdur og þá ráðast úrslitin ekki fyrr en þegar runninn er upp föstudagur hér í Aþenu.
Slóvenskir dómarar sjá um dómgæsluna í leiknum. Þar er í fararbroddi Rade Obrenovic sem verður aðaldómari leiksins en hann hefur verið að dæma í Meistaradeildinni.
Panathinaikos - Víkingur
Dómari: Rade Obrenovic, Slóvenía
Aðstoðardómari 1: Jure Praprotnik, Slóvenía
Aðstoðardómari 2: Grega Kordez, Slóvenía
4ði dómari: Dejan Balazic, Slóvenía
VAR: Asmir Sagrkovic, Slóvenía
Aðstoðar VAR: Denis Sabanagic, Slóvenía
Fyrir leik
Aþena heilsar
Velkomin með okkur til Grikklands þar sem Víkingur mætir heimamönnum í Panathinaikos í seinni viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Eins og flestir lesendur vita þá vann Víkingur fyrri leikinn 2-1 þar sem Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk Víkings.
Þetta hefur verið heljarinnar Evrópuævintýri hjá Víkingum og leikmenn ætla ekki að láta staðar numið hér í kvöld. Víkingar hyggjast klára einvígið og komast þar með í 16-liða úrslit. Ef það tekst þá verður mótherjinn Fiorentina eða Rapid Vín.

Velkomin með okkur til Grikklands þar sem Víkingur mætir heimamönnum í Panathinaikos í seinni viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Eins og flestir lesendur vita þá vann Víkingur fyrri leikinn 2-1 þar sem Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk Víkings.
Þetta hefur verið heljarinnar Evrópuævintýri hjá Víkingum og leikmenn ætla ekki að láta staðar numið hér í kvöld. Víkingar hyggjast klára einvígið og komast þar með í 16-liða úrslit. Ef það tekst þá verður mótherjinn Fiorentina eða Rapid Vín.
13.02.2025 21:37
Meistaraverk heima í Helsinki
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
('66)

9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
('81)


17. Ari Sigurpálsson
20. Tarik Ibrahimagic

21. Aron Elís Þrándarson (f)
('54)

24. Davíð Örn Atlason
('66)


25. Valdimar Þór Ingimundarson
Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
3. Davíð Helgi Aronsson
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
('81)

8. Viktor Örlygur Andrason
11. Stígur Diljan Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
('66)

23. Nikolaj Hansen
('66)


27. Matthías Vilhjálmsson
('54)

30. Daði Berg Jónsson
Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('64)
Daníel Hafsteinsson ('65)
Tarik Ibrahimagic ('90)
Nikolaj Hansen ('95)
Rauð spjöld: