Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 19. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
Karl Friðleifur var í banni í fyrri leiknum.
Karl Friðleifur var í banni í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur, sérstaklega þar sem ég spilaði ekki síðasta leik," segir bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson sem snýr aftur í lið Víkings eftir að hafa verið í banni í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.

Hann og fyrirliðinn Nikolaj Hansen þurftu að sitja hjá í fyrri leiknum en verða mættir í slaginn í Aþenu annað kvöld.

„Ég þoli ekki að horfa á fótboltaleiki ef maður fær ekki að spila þá svo þetta var svekkjandi en ég er spenntur að spila næsta leiki. Sérstaklega þegar það kemur svona góð liðsframmistaða þá viltu spila með félögum þínum."

Það er feikileg pressa á liði Panathinaikos og það er eitthvað sem gæti hjálpað Víkingsliðinu á fimmtudaginn.

„Við megum vera mjög stoltir af frammistöðunni í Finnlandi en erum langt frá því að vera saddir. Við þurfum að nota þennan meðbyr sem er í gangi með okkur núna og klára þetta."

Þreifingar frá erlendum félögum
Karl Friðleifur er 23 ára og það er talsverður áhugi á honum eftir frábært tímabil í fyrra en hann var valinn í lið ársins í Bestu deildinni. Þá hefur hann leikið vel í Evrópuvegferð Víkings.

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar og hlutir að gerast bak við tjöldin. Ég get ekki sagt meira en það. Það er munur á áhuga og tilboðum. Maður vill velja vel en mér líður vel í Víkingi, það er meðbyr í klúbbnum og ristastórt verkefni á fimmtudaginn sem við ætlum að klára."

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Karl Friðleifur meðal annars um fegurð Aþenuborgar, nánar um leikinn framundan, brotthvarf Danijel Djuric og fleira.
Athugasemdir
banner