Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
   mið 19. febrúar 2025 15:40
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sennilega besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið," sagði Sölvi Geir Ottesen léttur er hann ræddi við Fótbolta.net í Aþenu í dag. Var hann þá að ræða um Gylfa Þór Sigurðsson sem var keyptur til Víkings frá Val í gær.

„Ég er virkilega sáttur að þetta sé komið í gegn og að Gylfi sé okkar leikmaður er frábær viðbót við góðan hóp. Ég veit hversu öflugur hann er á æfingum og í hóp. Mér finnst hann passa vel inn í Víkingskúltúrinn og hann mun gera leikmenn betri."

Sölvi er mjög spenntur fyrir því að sjá Gylfa í Víkingstreyjunni. „Ég held að margir Víkingar séu spenntir að sjá hann í röndóttu treyjunni. Þetta er mjög spennandi og mikið gleðiefni fyrir fólk að sjá hann í treyjunni."

Staðan góð fyrir leikinn á morgun
Víkingar leika á morgun seinni leik sinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Víkingar eru með 2-1 forskot eftir fyrri leikinn sem fór fram í Helsinki.

Sölvi segir stöðuna góða á hópnum fyrir seinni leikinn.

„Það eru allir klárir nema Róbert og Atli sem eru heima," sagði Sölvi. „Svo er Pablo að skríða til baka. Hann er búinn að vera með á sendingaræfingum og er að koma sér í meiri fótbolta sem er frábært fyrir hann."

„Gunnar Vatnhamar er búinn að æfa vel. Það vantar aðeins upp á leikformið hjá honum. Niko og Kalli eru komnir til baka og þeir ættu að vera klárir sem duttu út úr leiknum síðast, Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson)."

Fáum við að sjá svipaða hugmyndafræði og í fyrri leiknum?

„Já, ég hugsa það. Ég hugsa að leikmyndin verði mjög svipuð og í fyrri leiknum. Við þurfum að standa saman og vera þéttir þegar við verjumst og nýta tækifærin þegar við fáum boltann. Við þurfum líka að halda áfram að vera sterkir í föstum leikatriðum," sagði Sölvi en leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner