Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
   mið 19. febrúar 2025 15:40
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sennilega besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið," sagði Sölvi Geir Ottesen léttur er hann ræddi við Fótbolta.net í Aþenu í dag. Var hann þá að ræða um Gylfa Þór Sigurðsson sem var keyptur til Víkings frá Val í gær.

„Ég er virkilega sáttur að þetta sé komið í gegn og að Gylfi sé okkar leikmaður er frábær viðbót við góðan hóp. Ég veit hversu öflugur hann er á æfingum og í hóp. Mér finnst hann passa vel inn í Víkingskúltúrinn og hann mun gera leikmenn betri."

Sölvi er mjög spenntur fyrir því að sjá Gylfa í Víkingstreyjunni. „Ég held að margir Víkingar séu spenntir að sjá hann í röndóttu treyjunni. Þetta er mjög spennandi og mikið gleðiefni fyrir fólk að sjá hann í treyjunni."

Staðan góð fyrir leikinn á morgun
Víkingar leika á morgun seinni leik sinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Víkingar eru með 2-1 forskot eftir fyrri leikinn sem fór fram í Helsinki.

Sölvi segir stöðuna góða á hópnum fyrir seinni leikinn.

„Það eru allir klárir nema Róbert og Atli sem eru heima," sagði Sölvi. „Svo er Pablo að skríða til baka. Hann er búinn að vera með á sendingaræfingum og er að koma sér í meiri fótbolta sem er frábært fyrir hann."

„Gunnar Vatnhamar er búinn að æfa vel. Það vantar aðeins upp á leikformið hjá honum. Niko og Kalli eru komnir til baka og þeir ættu að vera klárir sem duttu út úr leiknum síðast, Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson)."

Fáum við að sjá svipaða hugmyndafræði og í fyrri leiknum?

„Já, ég hugsa það. Ég hugsa að leikmyndin verði mjög svipuð og í fyrri leiknum. Við þurfum að standa saman og vera þéttir þegar við verjumst og nýta tækifærin þegar við fáum boltann. Við þurfum líka að halda áfram að vera sterkir í föstum leikatriðum," sagði Sölvi en leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner