Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 19. febrúar 2025 15:40
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkinga í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sennilega besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið," sagði Sölvi Geir Ottesen léttur er hann ræddi við Fótbolta.net í Aþenu í dag. Var hann þá að ræða um Gylfa Þór Sigurðsson sem var keyptur til Víkings frá Val í gær.

„Ég er virkilega sáttur að þetta sé komið í gegn og að Gylfi sé okkar leikmaður er frábær viðbót við góðan hóp. Ég veit hversu öflugur hann er á æfingum og í hóp. Mér finnst hann passa vel inn í Víkingskúltúrinn og hann mun gera leikmenn betri."

Sölvi er mjög spenntur fyrir því að sjá Gylfa í Víkingstreyjunni. „Ég held að margir Víkingar séu spenntir að sjá hann í röndóttu treyjunni. Þetta er mjög spennandi og mikið gleðiefni fyrir fólk að sjá hann í treyjunni."

Staðan góð fyrir leikinn á morgun
Víkingar leika á morgun seinni leik sinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Víkingar eru með 2-1 forskot eftir fyrri leikinn sem fór fram í Helsinki.

Sölvi segir stöðuna góða á hópnum fyrir seinni leikinn.

„Það eru allir klárir nema Róbert og Atli sem eru heima," sagði Sölvi. „Svo er Pablo að skríða til baka. Hann er búinn að vera með á sendingaræfingum og er að koma sér í meiri fótbolta sem er frábært fyrir hann."

„Gunnar Vatnhamar er búinn að æfa vel. Það vantar aðeins upp á leikformið hjá honum. Niko og Kalli eru komnir til baka og þeir ættu að vera klárir sem duttu út úr leiknum síðast, Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson)."

Fáum við að sjá svipaða hugmyndafræði og í fyrri leiknum?

„Já, ég hugsa það. Ég hugsa að leikmyndin verði mjög svipuð og í fyrri leiknum. Við þurfum að standa saman og vera þéttir þegar við verjumst og nýta tækifærin þegar við fáum boltann. Við þurfum líka að halda áfram að vera sterkir í föstum leikatriðum," sagði Sölvi en leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner