Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
banner
   þri 18. febrúar 2025 14:12
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Gísli Þorkelsson lék stærsta leik sinn á ferlinum á fimmtudaginn þegar varnarmanninum unga var kastað í djúpu laugina og byrjaði í 2-1 sigri Víkings gegn Panathinaikos. Þessi 21 árs Breiðhyltingur, ÍR-ingur, lék virkilega vel og fékk mikið hrós frá Sölva Geir Ottesen þjálfara.

Sveinn Gísli er 21 árs og var ekki í stóru hlutverki hjá Víkingi í fyrra. Hvernig var að spila þennan leik?

„Það var geðveikt, ógeðslega gaman og gaman að fá traustið. Engin spurning. Manni datt í hug að maður gæti verið að fara að byrja þegar verið var að stilla upp á æfingum fyrir leikinn og Sölvi talaði svo við mig stuttu fyrir leik," segir Sveinn Gísli.

Var enginn sviðsskrekkur að stíga inn á völlinn?

„Það hverfur alveg þegar flautað er á. Maður fer í fókus og gleymir því fljótt. Það var ekki sviðsskrekkur en smá fiðrildi í maganum fyrir leik. Þetta gerðist allt svo fljótt, fljótt að líða þegar maður var kominn inn á og maður var ekkert að pæla í þessu."

Hann segir að það hafi gert það þægilegra fyrir sig að vera með í kringum sig þá reynslubolta sem Víkingur býr yfir. Hann hrósar markverðinum Ingvari Jónssyni sem átti frábæran leik fyrir aftan varnarlínuna.

„Ekki spurning," er svar kokhrausts Sveins Gísla þegar hann er spurður hvort hann sé ekki klár í að byrja aftur á fimmtudaginn. Í viðtalinu, sem má sjá í heild hér að ofan, ræðir Sveinn meðal annars um hrósið sem hann fékk frá Sölva og markmið sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner