Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
banner
   þri 18. febrúar 2025 14:12
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Gísli Þorkelsson lék stærsta leik sinn á ferlinum á fimmtudaginn þegar varnarmanninum unga var kastað í djúpu laugina og byrjaði í 2-1 sigri Víkings gegn Panathinaikos. Þessi 21 árs Breiðhyltingur, ÍR-ingur, lék virkilega vel og fékk mikið hrós frá Sölva Geir Ottesen þjálfara.

Sveinn Gísli er 21 árs og var ekki í stóru hlutverki hjá Víkingi í fyrra. Hvernig var að spila þennan leik?

„Það var geðveikt, ógeðslega gaman og gaman að fá traustið. Engin spurning. Manni datt í hug að maður gæti verið að fara að byrja þegar verið var að stilla upp á æfingum fyrir leikinn og Sölvi talaði svo við mig stuttu fyrir leik," segir Sveinn Gísli.

Var enginn sviðsskrekkur að stíga inn á völlinn?

„Það hverfur alveg þegar flautað er á. Maður fer í fókus og gleymir því fljótt. Það var ekki sviðsskrekkur en smá fiðrildi í maganum fyrir leik. Þetta gerðist allt svo fljótt, fljótt að líða þegar maður var kominn inn á og maður var ekkert að pæla í þessu."

Hann segir að það hafi gert það þægilegra fyrir sig að vera með í kringum sig þá reynslubolta sem Víkingur býr yfir. Hann hrósar markverðinum Ingvari Jónssyni sem átti frábæran leik fyrir aftan varnarlínuna.

„Ekki spurning," er svar kokhrausts Sveins Gísla þegar hann er spurður hvort hann sé ekki klár í að byrja aftur á fimmtudaginn. Í viðtalinu, sem má sjá í heild hér að ofan, ræðir Sveinn meðal annars um hrósið sem hann fékk frá Sölva og markmið sín.
Athugasemdir
banner
banner