Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   þri 18. febrúar 2025 14:12
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Sveinn Gísli átti mög góðan leik gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Gísli Þorkelsson lék stærsta leik sinn á ferlinum á fimmtudaginn þegar varnarmanninum unga var kastað í djúpu laugina og byrjaði í 2-1 sigri Víkings gegn Panathinaikos. Þessi 21 árs Breiðhyltingur, ÍR-ingur, lék virkilega vel og fékk mikið hrós frá Sölva Geir Ottesen þjálfara.

Sveinn Gísli er 21 árs og var ekki í stóru hlutverki hjá Víkingi í fyrra. Hvernig var að spila þennan leik?

„Það var geðveikt, ógeðslega gaman og gaman að fá traustið. Engin spurning. Manni datt í hug að maður gæti verið að fara að byrja þegar verið var að stilla upp á æfingum fyrir leikinn og Sölvi talaði svo við mig stuttu fyrir leik," segir Sveinn Gísli.

Var enginn sviðsskrekkur að stíga inn á völlinn?

„Það hverfur alveg þegar flautað er á. Maður fer í fókus og gleymir því fljótt. Það var ekki sviðsskrekkur en smá fiðrildi í maganum fyrir leik. Þetta gerðist allt svo fljótt, fljótt að líða þegar maður var kominn inn á og maður var ekkert að pæla í þessu."

Hann segir að það hafi gert það þægilegra fyrir sig að vera með í kringum sig þá reynslubolta sem Víkingur býr yfir. Hann hrósar markverðinum Ingvari Jónssyni sem átti frábæran leik fyrir aftan varnarlínuna.

„Ekki spurning," er svar kokhrausts Sveins Gísla þegar hann er spurður hvort hann sé ekki klár í að byrja aftur á fimmtudaginn. Í viðtalinu, sem má sjá í heild hér að ofan, ræðir Sveinn meðal annars um hrósið sem hann fékk frá Sölva og markmið sín.
Athugasemdir
banner