Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   þri 18. febrúar 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Ingvar Jónsson var maður leiksins í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.
Ingvar Jónsson var maður leiksins í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Víkingur tekur 2-1 forystu með sér í veganesti.
Víkingur tekur 2-1 forystu með sér í veganesti.
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Nokkrir grískir fjölmiðlar fullyrtu að eigandi Panathinaikos, Giannis Alafouzos, hafi sektað leikmannahóp liðsins eftir tapið gegn Víkingi í Sambandsdeildinni á fimmtudag vegna röð vondra úrslita. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Hópurinn er sagður hafa fengið um 60 milljóna króna sekt frá eigandanum sem væri reiður eftir dapurt gengi.

„Ég las þessar fréttir og veit ekki hvað er mikið til í þessu. Ég vona að Kári Árna fari ekki að taka upp á þessu," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, kíminn þegar hann er spurður út í þessar fréttir. Kári Árnason er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

„Það tíðkast oft í svona löndum að það eru forsetar sem vilja refsa mönnum fyrir léleg úrslit. Hann er kannski að reyna að kveikja í mönnum fyrir næsta leik. Við þurfum bara að pæla í okkur og gera þetta almennilega, þá erum við mjög vongóðir."

Víkingar eru í Aþenu að búa sig undir seinni leikinn gegn Panathinaikos, með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í farteskinu. Seinni leikurinn verður klukkan 20 að íslenskum tíma á fimmtudagskvöld.

„Við höfum að einhverju leyti komið þeim á óvart í fyrri leiknum og þeir voru ekkert himinlifandi með aðstæður þarna. Þeir vita núna að þetta verður erfiður leikur og munu gefa allt í þetta. Þeir verða allavega einum gír ofar í næsta leik," segir Ingvar.

Ingvar maður leiksins í Helsinki
Ingvar átti frábæran leik gegn Panathinaikos í Helsinki og var valinn maður leiksins. Víkingsliðið er farið að finna sig vel á stóra sviðinu.

„Það var mjög sérstök tilfinning að spila þennan leik. Það var smá eins og maður væri kominn aftur til baka eftir meiðsli. Það var svo langt síðan maður hafði spilað, þetta var ekki eins og að spila heima í snjó á Íslandi," segir Ingvar.

„Ég er ótrúlega ánægður með hvað það gekk vel. Allt liðið spilaði vel í gegnum allan leikinn. Það kom einn og einn kafli þar sem við þurftum aðeins að 'söffera' en komumst í gegnum það. Yfir allt var þetta mjög góð góð frammistaða."

„Það kveikir auka í mönnum að spila svona stóra leiki, það er eitthvað við það. Leið og maður labbar inn á leikvanginn kveikist aukalega á einhverjum fókus hjá öllum. Við höfum fulla trúa á því að við getum klárað þetta."

Getur sprungið út á stærra sviði
Danijel Djuric verður ekki með í seinni leiknum, og reyndar ekki meira með Víkingi yfirhöfuð þar sem hann var í gær seldur til króatíska félagsins Istra. Hann var kvaddur af liðsfélögum sínum eftir æfingu í Aþenu í gær.

„Svona virkar boltinn. Hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og bara góður. Maður var undirbúinn undir þetta og hélt að hann færi fyrr. Hann er með gæði til að springa út á stærra sviði en á Íslandi. Ég óska honum til hamingju og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni," segir Ingvar um Danijel Djuric.
Athugasemdir
banner
banner