Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 18. febrúar 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Ingvar Jónsson var maður leiksins í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.
Ingvar Jónsson var maður leiksins í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.
Mynd: Víkingur
Víkingur tekur 2-1 forystu með sér í veganesti.
Víkingur tekur 2-1 forystu með sér í veganesti.
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Nokkrir grískir fjölmiðlar fullyrtu að eigandi Panathinaikos, Giannis Alafouzos, hafi sektað leikmannahóp liðsins eftir tapið gegn Víkingi í Sambandsdeildinni á fimmtudag vegna röð vondra úrslita. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Hópurinn er sagður hafa fengið um 60 milljóna króna sekt frá eigandanum sem væri reiður eftir dapurt gengi.

„Ég las þessar fréttir og veit ekki hvað er mikið til í þessu. Ég vona að Kári Árna fari ekki að taka upp á þessu," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, kíminn þegar hann er spurður út í þessar fréttir. Kári Árnason er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

„Það tíðkast oft í svona löndum að það eru forsetar sem vilja refsa mönnum fyrir léleg úrslit. Hann er kannski að reyna að kveikja í mönnum fyrir næsta leik. Við þurfum bara að pæla í okkur og gera þetta almennilega, þá erum við mjög vongóðir."

Víkingar eru í Aþenu að búa sig undir seinni leikinn gegn Panathinaikos, með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í farteskinu. Seinni leikurinn verður klukkan 20 að íslenskum tíma á fimmtudagskvöld.

„Við höfum að einhverju leyti komið þeim á óvart í fyrri leiknum og þeir voru ekkert himinlifandi með aðstæður þarna. Þeir vita núna að þetta verður erfiður leikur og munu gefa allt í þetta. Þeir verða allavega einum gír ofar í næsta leik," segir Ingvar.

Ingvar maður leiksins í Helsinki
Ingvar átti frábæran leik gegn Panathinaikos í Helsinki og var valinn maður leiksins. Víkingsliðið er farið að finna sig vel á stóra sviðinu.

„Það var mjög sérstök tilfinning að spila þennan leik. Það var smá eins og maður væri kominn aftur til baka eftir meiðsli. Það var svo langt síðan maður hafði spilað, þetta var ekki eins og að spila heima í snjó á Íslandi," segir Ingvar.

„Ég er ótrúlega ánægður með hvað það gekk vel. Allt liðið spilaði vel í gegnum allan leikinn. Það kom einn og einn kafli þar sem við þurftum aðeins að 'söffera' en komumst í gegnum það. Yfir allt var þetta mjög góð góð frammistaða."

„Það kveikir auka í mönnum að spila svona stóra leiki, það er eitthvað við það. Leið og maður labbar inn á leikvanginn kveikist aukalega á einhverjum fókus hjá öllum. Við höfum fulla trúa á því að við getum klárað þetta."

Getur sprungið út á stærra sviði
Danijel Djuric verður ekki með í seinni leiknum, og reyndar ekki meira með Víkingi yfirhöfuð þar sem hann var í gær seldur til króatíska félagsins Istra. Hann var kvaddur af liðsfélögum sínum eftir æfingu í Aþenu í gær.

„Svona virkar boltinn. Hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og bara góður. Maður var undirbúinn undir þetta og hélt að hann færi fyrr. Hann er með gæði til að springa út á stærra sviði en á Íslandi. Ég óska honum til hamingju og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni," segir Ingvar um Danijel Djuric.
Athugasemdir
banner
banner