Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, er auðvitað spenntur fyrir kvöldinu. Stuðningsmenn Víkings eru að safnast saman á írskum bar í miðbæ Aþenu og hita upp fyrir leikinn.
Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld, 22 að staðartíma.
Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld, 22 að staðartíma.
„Leikdagurinn er einstaklega erfiður í dag því leikurinn er svo seint. Maður hefur meiri tíma til að vera kvíðinn og spenntur," segir Heimir.
Víkingur vann fyrri leikinn 2-1 en það er gríðarleg pressa á heimamönnum að klára einvígið. Það yrði hreinlega skandall fyrir Panathinaikos að falla úr leik.
„Við finnum það svolítið í viðmótinu sem við erum að fá hérna. Það ætlast allir hérna til þess að þeir vinni þennan leik, ekki síst forráðamennirnir. Þeir eru mjög harðir á því að þeir verði að klára þetta."
Heimir segir að um 75 Víkingar verði á vellinum í kvöld en leikvangurinn er gríðarlega stór, tekur 75 þúsund manns. Að meðaltali hafa 20 þúsund áhorfendur verið á heimaleikjum Panathinaikos á tímabilinu.
„Ég er djúpt snortinn yfir því hversu margir koma hingað á eigin vegum til að fylgja okkur til Aþenu," segir Heimir en viðtalið má sjá í heild hér að ofan.
Athugasemdir