Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   fim 20. febrúar 2025 15:35
Elvar Geir Magnússon
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Heimir Gunnlaugsson, formaður Víkings.
Heimir Gunnlaugsson, formaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, er auðvitað spenntur fyrir kvöldinu. Stuðningsmenn Víkings eru að safnast saman á írskum bar í miðbæ Aþenu og hita upp fyrir leikinn.

Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld, 22 að staðartíma.

„Leikdagurinn er einstaklega erfiður í dag því leikurinn er svo seint. Maður hefur meiri tíma til að vera kvíðinn og spenntur," segir Heimir.

Víkingur vann fyrri leikinn 2-1 en það er gríðarleg pressa á heimamönnum að klára einvígið. Það yrði hreinlega skandall fyrir Panathinaikos að falla úr leik.

„Við finnum það svolítið í viðmótinu sem við erum að fá hérna. Það ætlast allir hérna til þess að þeir vinni þennan leik, ekki síst forráðamennirnir. Þeir eru mjög harðir á því að þeir verði að klára þetta."

Heimir segir að um 75 Víkingar verði á vellinum í kvöld en leikvangurinn er gríðarlega stór, tekur 75 þúsund manns. Að meðaltali hafa 20 þúsund áhorfendur verið á heimaleikjum Panathinaikos á tímabilinu.

„Ég er djúpt snortinn yfir því hversu margir koma hingað á eigin vegum til að fylgja okkur til Aþenu," segir Heimir en viðtalið má sjá í heild hér að ofan.
Athugasemdir
banner