Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fim 20. febrúar 2025 15:35
Elvar Geir Magnússon
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Heimir Gunnlaugsson, formaður Víkings.
Heimir Gunnlaugsson, formaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, er auðvitað spenntur fyrir kvöldinu. Stuðningsmenn Víkings eru að safnast saman á írskum bar í miðbæ Aþenu og hita upp fyrir leikinn.

Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld, 22 að staðartíma.

„Leikdagurinn er einstaklega erfiður í dag því leikurinn er svo seint. Maður hefur meiri tíma til að vera kvíðinn og spenntur," segir Heimir.

Víkingur vann fyrri leikinn 2-1 en það er gríðarleg pressa á heimamönnum að klára einvígið. Það yrði hreinlega skandall fyrir Panathinaikos að falla úr leik.

„Við finnum það svolítið í viðmótinu sem við erum að fá hérna. Það ætlast allir hérna til þess að þeir vinni þennan leik, ekki síst forráðamennirnir. Þeir eru mjög harðir á því að þeir verði að klára þetta."

Heimir segir að um 75 Víkingar verði á vellinum í kvöld en leikvangurinn er gríðarlega stór, tekur 75 þúsund manns. Að meðaltali hafa 20 þúsund áhorfendur verið á heimaleikjum Panathinaikos á tímabilinu.

„Ég er djúpt snortinn yfir því hversu margir koma hingað á eigin vegum til að fylgja okkur til Aþenu," segir Heimir en viðtalið má sjá í heild hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner