Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fim 13. febrúar 2025 20:50
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður Panathinaikos eftir 2 - 1 tap gegn Víkingi í Sambandsdeildinni í kvöld en heimavöllur Víkinga var í Helsinki í Finnlandi þar sem Ísland á ekki löglegan fótboltavöll.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég vissi það fyrirfram fyrir leik því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið þegar það er svona leikur í húfi. Mér fannst okkar lið ekki tilbúið frá fyrstu mínútu. Við lentum undir eftir fast leikatriði, þurfum svo að skipta tveimur mönnum af velli í fyrri hálfleik og það varð saga leiksins," hélt Sverrir áfram og sagði ennfremur.

„Við vorum mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa okkur einhver alvöru færi. Þeir voru virkilega hættulegir í skyndisóknum og það varð saga leiksins. Við vorum stálheppnir að fá vítaspyrnu í lokin og halda í vonina. Víkingar gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og ég hrósa þeim fyrir hvernig þeir settu upp leikinn. Baráttuandinn og viljinnn í þeim sýndi að þeir eru komnir langt sem lið."

Nánar er rætt við Sverri Inga í spilaranum að ofan þar sem hann segir: „Það er gaman að því hvað íslenskur fótbolti er kominn langt. Við eigum að geta verið stoltir af því að þeir séu á þessu stigi að vinna lið eins og okkur. Það er frábært og sýnir að deildin heima er að styrkjast. Vonandi sjáum við fleiri íslensk lið halda þessari vegferð áfram."

Um Sölva Geir Ottesen fyrrverandi liðsfélaga sinn í landsliðinu sem stýrði Víkingi í fyrsta sinn eftir að hann tók við sem aðalþjálfari sagði Sverrir: „Ég þekki Sölva og veit hversu obsessed hann er. Ég hitti hann í gær fyrir æfingu og hann sagði að hann væri líklega búinn að ofgreina okkur. Ég vissi að hann myndi gera allt til að særa okkur og þeir gerðu það."

Um grísku pressuna og viðbrögðin sem hann ætti von á sagði Sverrir: „Við þurfum bara að taka ábyrgð. Við erum sigurstranglegri og eigum að gera miklu betur en við gerðum. Við þurfum að stíga upp, við höfum ekki spilað vel síðustu þrjá leiki og tapað þeim öllum þremur. Það er brekka en við þurfum að sýna að við séum alvöru karakterar til að snúa þessu við."
Athugasemdir