Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 13. febrúar 2025 20:50
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður Panathinaikos eftir 2 - 1 tap gegn Víkingi í Sambandsdeildinni í kvöld en heimavöllur Víkinga var í Helsinki í Finnlandi þar sem Ísland á ekki löglegan fótboltavöll.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég vissi það fyrirfram fyrir leik því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið þegar það er svona leikur í húfi. Mér fannst okkar lið ekki tilbúið frá fyrstu mínútu. Við lentum undir eftir fast leikatriði, þurfum svo að skipta tveimur mönnum af velli í fyrri hálfleik og það varð saga leiksins," hélt Sverrir áfram og sagði ennfremur.

„Við vorum mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa okkur einhver alvöru færi. Þeir voru virkilega hættulegir í skyndisóknum og það varð saga leiksins. Við vorum stálheppnir að fá vítaspyrnu í lokin og halda í vonina. Víkingar gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og ég hrósa þeim fyrir hvernig þeir settu upp leikinn. Baráttuandinn og viljinnn í þeim sýndi að þeir eru komnir langt sem lið."

Nánar er rætt við Sverri Inga í spilaranum að ofan þar sem hann segir: „Það er gaman að því hvað íslenskur fótbolti er kominn langt. Við eigum að geta verið stoltir af því að þeir séu á þessu stigi að vinna lið eins og okkur. Það er frábært og sýnir að deildin heima er að styrkjast. Vonandi sjáum við fleiri íslensk lið halda þessari vegferð áfram."

Um Sölva Geir Ottesen fyrrverandi liðsfélaga sinn í landsliðinu sem stýrði Víkingi í fyrsta sinn eftir að hann tók við sem aðalþjálfari sagði Sverrir: „Ég þekki Sölva og veit hversu obsessed hann er. Ég hitti hann í gær fyrir æfingu og hann sagði að hann væri líklega búinn að ofgreina okkur. Ég vissi að hann myndi gera allt til að særa okkur og þeir gerðu það."

Um grísku pressuna og viðbrögðin sem hann ætti von á sagði Sverrir: „Við þurfum bara að taka ábyrgð. Við erum sigurstranglegri og eigum að gera miklu betur en við gerðum. Við þurfum að stíga upp, við höfum ekki spilað vel síðustu þrjá leiki og tapað þeim öllum þremur. Það er brekka en við þurfum að sýna að við séum alvöru karakterar til að snúa þessu við."
Athugasemdir