Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 13. febrúar 2025 20:50
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður Panathinaikos eftir 2 - 1 tap gegn Víkingi í Sambandsdeildinni í kvöld en heimavöllur Víkinga var í Helsinki í Finnlandi þar sem Ísland á ekki löglegan fótboltavöll.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég vissi það fyrirfram fyrir leik því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið þegar það er svona leikur í húfi. Mér fannst okkar lið ekki tilbúið frá fyrstu mínútu. Við lentum undir eftir fast leikatriði, þurfum svo að skipta tveimur mönnum af velli í fyrri hálfleik og það varð saga leiksins," hélt Sverrir áfram og sagði ennfremur.

„Við vorum mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa okkur einhver alvöru færi. Þeir voru virkilega hættulegir í skyndisóknum og það varð saga leiksins. Við vorum stálheppnir að fá vítaspyrnu í lokin og halda í vonina. Víkingar gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og ég hrósa þeim fyrir hvernig þeir settu upp leikinn. Baráttuandinn og viljinnn í þeim sýndi að þeir eru komnir langt sem lið."

Nánar er rætt við Sverri Inga í spilaranum að ofan þar sem hann segir: „Það er gaman að því hvað íslenskur fótbolti er kominn langt. Við eigum að geta verið stoltir af því að þeir séu á þessu stigi að vinna lið eins og okkur. Það er frábært og sýnir að deildin heima er að styrkjast. Vonandi sjáum við fleiri íslensk lið halda þessari vegferð áfram."

Um Sölva Geir Ottesen fyrrverandi liðsfélaga sinn í landsliðinu sem stýrði Víkingi í fyrsta sinn eftir að hann tók við sem aðalþjálfari sagði Sverrir: „Ég þekki Sölva og veit hversu obsessed hann er. Ég hitti hann í gær fyrir æfingu og hann sagði að hann væri líklega búinn að ofgreina okkur. Ég vissi að hann myndi gera allt til að særa okkur og þeir gerðu það."

Um grísku pressuna og viðbrögðin sem hann ætti von á sagði Sverrir: „Við þurfum bara að taka ábyrgð. Við erum sigurstranglegri og eigum að gera miklu betur en við gerðum. Við þurfum að stíga upp, við höfum ekki spilað vel síðustu þrjá leiki og tapað þeim öllum þremur. Það er brekka en við þurfum að sýna að við séum alvöru karakterar til að snúa þessu við."
Athugasemdir