Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 13. febrúar 2025 20:50
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður Panathinaikos eftir 2 - 1 tap gegn Víkingi í Sambandsdeildinni í kvöld en heimavöllur Víkinga var í Helsinki í Finnlandi þar sem Ísland á ekki löglegan fótboltavöll.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég vissi það fyrirfram fyrir leik því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið þegar það er svona leikur í húfi. Mér fannst okkar lið ekki tilbúið frá fyrstu mínútu. Við lentum undir eftir fast leikatriði, þurfum svo að skipta tveimur mönnum af velli í fyrri hálfleik og það varð saga leiksins," hélt Sverrir áfram og sagði ennfremur.

„Við vorum mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa okkur einhver alvöru færi. Þeir voru virkilega hættulegir í skyndisóknum og það varð saga leiksins. Við vorum stálheppnir að fá vítaspyrnu í lokin og halda í vonina. Víkingar gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og ég hrósa þeim fyrir hvernig þeir settu upp leikinn. Baráttuandinn og viljinnn í þeim sýndi að þeir eru komnir langt sem lið."

Nánar er rætt við Sverri Inga í spilaranum að ofan þar sem hann segir: „Það er gaman að því hvað íslenskur fótbolti er kominn langt. Við eigum að geta verið stoltir af því að þeir séu á þessu stigi að vinna lið eins og okkur. Það er frábært og sýnir að deildin heima er að styrkjast. Vonandi sjáum við fleiri íslensk lið halda þessari vegferð áfram."

Um Sölva Geir Ottesen fyrrverandi liðsfélaga sinn í landsliðinu sem stýrði Víkingi í fyrsta sinn eftir að hann tók við sem aðalþjálfari sagði Sverrir: „Ég þekki Sölva og veit hversu obsessed hann er. Ég hitti hann í gær fyrir æfingu og hann sagði að hann væri líklega búinn að ofgreina okkur. Ég vissi að hann myndi gera allt til að særa okkur og þeir gerðu það."

Um grísku pressuna og viðbrögðin sem hann ætti von á sagði Sverrir: „Við þurfum bara að taka ábyrgð. Við erum sigurstranglegri og eigum að gera miklu betur en við gerðum. Við þurfum að stíga upp, við höfum ekki spilað vel síðustu þrjá leiki og tapað þeim öllum þremur. Það er brekka en við þurfum að sýna að við séum alvöru karakterar til að snúa þessu við."
Athugasemdir
banner
banner
banner