Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 13. febrúar 2025 20:50
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörn Panathinaikos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður Panathinaikos eftir 2 - 1 tap gegn Víkingi í Sambandsdeildinni í kvöld en heimavöllur Víkinga var í Helsinki í Finnlandi þar sem Ísland á ekki löglegan fótboltavöll.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég vissi það fyrirfram fyrir leik því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið þegar það er svona leikur í húfi. Mér fannst okkar lið ekki tilbúið frá fyrstu mínútu. Við lentum undir eftir fast leikatriði, þurfum svo að skipta tveimur mönnum af velli í fyrri hálfleik og það varð saga leiksins," hélt Sverrir áfram og sagði ennfremur.

„Við vorum mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa okkur einhver alvöru færi. Þeir voru virkilega hættulegir í skyndisóknum og það varð saga leiksins. Við vorum stálheppnir að fá vítaspyrnu í lokin og halda í vonina. Víkingar gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og ég hrósa þeim fyrir hvernig þeir settu upp leikinn. Baráttuandinn og viljinnn í þeim sýndi að þeir eru komnir langt sem lið."

Nánar er rætt við Sverri Inga í spilaranum að ofan þar sem hann segir: „Það er gaman að því hvað íslenskur fótbolti er kominn langt. Við eigum að geta verið stoltir af því að þeir séu á þessu stigi að vinna lið eins og okkur. Það er frábært og sýnir að deildin heima er að styrkjast. Vonandi sjáum við fleiri íslensk lið halda þessari vegferð áfram."

Um Sölva Geir Ottesen fyrrverandi liðsfélaga sinn í landsliðinu sem stýrði Víkingi í fyrsta sinn eftir að hann tók við sem aðalþjálfari sagði Sverrir: „Ég þekki Sölva og veit hversu obsessed hann er. Ég hitti hann í gær fyrir æfingu og hann sagði að hann væri líklega búinn að ofgreina okkur. Ég vissi að hann myndi gera allt til að særa okkur og þeir gerðu það."

Um grísku pressuna og viðbrögðin sem hann ætti von á sagði Sverrir: „Við þurfum bara að taka ábyrgð. Við erum sigurstranglegri og eigum að gera miklu betur en við gerðum. Við þurfum að stíga upp, við höfum ekki spilað vel síðustu þrjá leiki og tapað þeim öllum þremur. Það er brekka en við þurfum að sýna að við séum alvöru karakterar til að snúa þessu við."
Athugasemdir
banner
banner