Það er rífandi eftirvænting í gangi í Aþenuborg þar sem Panathinaikos mun mæta Víkingi á morgun í seinni viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Víkingur vann fyrri leikinn í Helsinki 2-1 og spennandi viðureign framundan.
Mun Víkingur fara áfram? Það er spurning sem við settum í hendur lesenda. 2.490 hafa tekið þátt í könnun á forsíðu.
Mun Víkingur fara áfram? Það er spurning sem við settum í hendur lesenda. 2.490 hafa tekið þátt í könnun á forsíðu.
52% spá því að Víkingur fari áfram en 48% að það verði Panathinaikos.
Lesendur hafa meiri trú á Víkingum en veðbankar sem gefa himinháan stuðul á sigur Víkings. Bet365 er með stuðulinn 19,00 á sigur Víkings en 1,14 á sigur Panathinaikos.
Jafntefli er með stuðulinn 7,5 en gleymum því ekki að ef leikurinn endar með jafntefli fer Víkingur áfram. Það verður auðvitað leikið til þrautar annað kvöld og möguleiki á framlengingu og jafnvel vítakeppni.
Athugasemdir