Sverrir Geirdal, starfsmaður og samfélagsmiðlastjarna Víkings, er feikilega spenntur fyrir leik kvöldsins gegn Panathinaikos. Fótbolti.net spjallaði við hann á írska barnum í miðbæ Aþenu.
Meðal annars er rætt við Sverri um veðrið í Aþenu en skyndilega kólnaði rækilega í borginni. Það voru um 16-18 gráður um síðustu helgi og það verða aðeins um 4 gráður þegar flautað verður til leiks.
Það má segja að það sé íslenskt veður í Aþenu.
Meðal annars er rætt við Sverri um veðrið í Aþenu en skyndilega kólnaði rækilega í borginni. Það voru um 16-18 gráður um síðustu helgi og það verða aðeins um 4 gráður þegar flautað verður til leiks.
Það má segja að það sé íslenskt veður í Aþenu.
„Við fórum að borða með Panathinaikos fólkinu í gærkvöldi. Þau telja að við höfum gert einhvern díl við manninn þarna uppi. Þetta eru köldustu dagar í sögunni í febrúar. Finnska veðrið kemur með okkur," segir Sverrir.
Víkingur vann fyrri leikinn 2-1 í Helsinki og í viðtalinu við Sverri, sem er í heild í sjónvarpinu, er rætt um ýmislegt í aðdraganda leiksins.
Athugasemdir