Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   fim 20. febrúar 2025 15:57
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sverrir Geirdal, starfsmaður og samfélagsmiðlastjarna Víkings, er feikilega spenntur fyrir leik kvöldsins gegn Panathinaikos. Fótbolti.net spjallaði við hann á írska barnum í miðbæ Aþenu.

Meðal annars er rætt við Sverri um veðrið í Aþenu en skyndilega kólnaði rækilega í borginni. Það voru um 16-18 gráður um síðustu helgi og það verða aðeins um 4 gráður þegar flautað verður til leiks.

Það má segja að það sé íslenskt veður í Aþenu.

„Við fórum að borða með Panathinaikos fólkinu í gærkvöldi. Þau telja að við höfum gert einhvern díl við manninn þarna uppi. Þetta eru köldustu dagar í sögunni í febrúar. Finnska veðrið kemur með okkur," segir Sverrir.

Víkingur vann fyrri leikinn 2-1 í Helsinki og í viðtalinu við Sverri, sem er í heild í sjónvarpinu, er rætt um ýmislegt í aðdraganda leiksins.


Athugasemdir
banner