Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 24. febrúar 2011 14:40
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Goal.com 
Inter í viðræðum við Hoffenheim um Gylfa?
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Angelomario Moratti, varaforseti Evrópu- og Ítalíumeistara Inter Milan, hafi fundað með forráðamönnum þýska liðsins Hoffenheim í Mílanóborg í gær.

Samkvæmt vefmiðlinum Goal.com, sem vitnar í frétt sem birtist í íþróttablaðinu Tuttosport í morgun, ríkti nokkur leynd yfir fundinum sem mun hafa snúist um áhuga Inter á tveimur leikmönnum þýska liðsins, Gylfa Þór Sigurðssyni og varnarmanninum Andreas Beck.

Ekkert er vitað um niðurstöðu fundarins né hvort forráðamenn félaganna hyggjast ræða saman á nýjan leik.

Gylfi Þór er ósáttur við stöðu sína hjá Hoffenheim en hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Inter er ekki fyrsta stórliðið sem hann er orðaður við en Atletico Madrid, Juventus, AC Milan, Manchester United og Arsenal eru öll sögð hafa augastað á leikmanninum.
banner
banner
banner