Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 16. febrúar 2011 07:00
Daníel Geir Moritz
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Þrískiptir Chelsea-aðdáendur
Daníel Geir Moritz
Daníel Geir Moritz
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Engir aðdáendur eru fastari á þeirri skoðun að ekki sé hægt að kaupa titla. Sem er svolítið fyndið í ljósi þess að jú um Chelsea aðdáendur er að ræða.

Chelsea aðdáendum má skipta í þrennt:

a) Þeir sem héldu með Chelsea áður en Eiður Smári kom til liðsins.
b) Þeir sem byrjuðu að halda með Chelsea eftir að Eiður Smári kom til liðsins.
c) Þeir sem byrjuðu að halda með Chelsea eftir að þeir fóru að vinna titla.

Hópur a) er oft á tíðum gríðarlega hrokafullur út í hina hópana. Upplifir hlutina þannig að þeir hafi meiri rétt til þess að halda með liðinu en hinir hóparnir. Eru duglegir að tala um leikmenn sem voru í liðinu þegar þeir byrjuðu að halda með liðinu og hlæja hryssingslega. „Hrikalega var Wæsarinn alltaf góður maður, hnjé hnjé hnjé“.

Hópur b) er eðlilega í mikilli tilvistarkreppu og svo sem ekkert meira um þá að segja.

Hópur c) er fremur grunnhygginn bæði í ást sinni á félaginu, sem og þegar kemur að umræðu um fótbolta. Þetta er jafnframt háværasti hópurinn þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að kaupa sér titil.

Fá lið í fótboltasögunni leika í ljótari búningum en Chelsea. Ekki það að mér finnist það endilega, eða öðrum sem ekki halda með Chelsea finnist það. Chelsea aðdáendum finnst þetta sjálfum, enda sér maður nær aldrei aðdáanda liðsins í Chelsea treyju. Þeir eru samt manna duglegastir að klæða börnin sín í bláa varninginn, því að það er svo krúttlegt. Liðsuppeldi mistekst hins vegar nær undantekningarlaust hjá Chelsea aðdáendum, enda þroskast nú flestir með árunum.

Auðvelt er að telja upp afreksmenn í sögu félagsins, en þeir eru tveir:

Lang besti leikmaður í sögu Chelsea: Gianfranco Zola. Þessi brosmildi ítali var hvers manns hugljúfi, en nú tefla Chelsea menn fram leikmönnum á borð við Didier Drogba, Nicolas Anelka og Jon Obi Mikel. Þvílíkt fjör í klefanum maður.

Besti knattspyrnustjóri í sögu Chelsea: Jose Mourinho. Þrátt fyrir að Chelsea lyfti titlinum í fyrra undir stjórn Anchelotti, sungu aðdáendur liðsins nafn Mourinho. Enda ekki vanir árangursríkum stjórum.

Ef þú þekkir til beggja þessa manna, þá ertu með sögu Chelsea á hreinu.
banner
banner
banner