Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. maí 2013 22:45
Elvar Geir Magnússon
Þorkell Máni: Fáránlega ósanngjörn umræða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morgunblaðið fjallaði um það í dag að fótboltadómari sem dæmir í Pepsi-deild karla fær greiddar 39.450 krónur fyrir hvern leik innanbæjar en 15.400 krónur fyrir að dæma leik í Pepsi-deild kvenna. Um 156% mun er að ræða.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið og sagði að skilaboðin frá KSÍ væru röng og KSÍ til vansa.

Tveir fyrrum þjálfarar í Pepsi-deild kvenna hafa skrifað sína skoðun á Facebook og sagt að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér, þar á meðal Þorkell Máni Pétursson sem þjálfaði kvennalið Stjörnunnar:

„Þetta er fáránlega ósanngjörn umræða gagnvart KSI. Í fyrsta lagi. Ef dómarar sem fengju jafn mikið borgað fyrir að dæma karla og kvennaleiki. Myndu allir dómarar vilja bara dæma kvennaleiki. Miklu minni pressa og einhver einn leikur getur ekki skipt tugum milljóna. í öðru lagi eru margir efnilegustu dómarar landsins settir á leiki í kvennaboltanum og eru að vinna sig upp. Ksi hefur eftirlitsdómara og þeir fá umsögn. Þeir leggja miklu meiri metnað í að standa sig vel. í þriðja lagi koma A dómarar samt niður að dæma Kiddi jak og óli og fleiri góðir. Þeir gera það af mikilli fagmennsku og ég hef aldrei upplifað sem þjálfari eða stuðingsmaður að þeir séu ekki með metnað fyrir verkinu. Ksi ætti kannski að borga konum sem dæma í efstudeild kvenna það sama og er í efstudeild karla til að fjölga kvenndómurum. En þessi umræða er fáránleg. KSi hefur staðið sig vel gagnvart kvennfólkinu. Ef undan er skilið eitt kreditkort í "menningarhúsi" í amsterdam fyrir einhverjum árum."

Jón Páll Pálmason, fyrrum þjálfari kvennaliðs Fylkis, hafði þetta um málið að segja:

„Að mínu mati er mjög eðlilegt að dómarar fái betur borgað fyrir að dæma leiki í pepsideild karla en kvenna. Eingöngu vegna þess að það er mun erfiðara að dæma leikina karlamegin en kvennamegin. Sennilega 156% erfiðara meira að segja."
Athugasemdir
banner