Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Frosinone felldi Salernitana
Mynd: EPA
Frosinone 3 - 0 Salernitana
1-0 Matias Soule ('10 , víti)
2-0 Marco Brescianini ('25 )
3-0 Nadir Zortea ('85 )

Frosinone og Salernitana áttust við í nýliðaslag í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum og tókst Frosinone að fella Salernitana niður um deild með þægilegum sigri á heimavelli.

Hinn bráðefnilegi Matías Soulé, sem er á láni frá Juventus, kom heimamönnum yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu.

Marco Brescianini tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu og var staðan 2-0 allt þar til á lokakaflanum. Salernitana fékk tækifæri til að minnka muninn en nýtti ekki og að lokum var það Nadir Zortea sem gerði út um viðureignina á 85. mínútu, eftir stoðsendingu frá Brescianini.

Salernitana er stærðfræðilega fallið úr ítölsku deildinni þegar það eru fjórar umferðir eftir af leiktíðinni, en Frosinone er þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir þennan sigur.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 35 21 8 6 67 42 +25 71
3 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 35 13 12 10 53 44 +9 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 35 7 12 16 37 60 -23 33
16 Frosinone 35 7 11 17 43 63 -20 32
17 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner