Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. júní 2015 13:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Fannst þeir ekkert sérstakir
Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.
Mynd: BÍ/Bolungarvík
„Það var gaman að spila í sigurleik loksins. Það var komið svolítið síðan það gerðist og gott fyrir liðið að vinna," sagði Pétur Bjarnason miðjumaður BÍ/Bolungarvíkur við Fótbolta.net.

Pétur skoraði mark og átti stóran þátt í öðru þegar BÍ/Bolungarvík lagði HK 2-1 í fyrstu deildinni um helgina. Pétur er leikmaður umferðarinnar í 1. deildinni.

„Við spiluðum fínt, þetta var mikil barátta en við náðum að halda boltanum betur en í síðustu leikjum. Mér fannst þeir ekkert sérstakir og settu litla pressu á okkur."

„Fyrri hálfleikurinn var erfiður, við fengum leiðinlegt mark á okkur eftir aukaspyrnu og ég var að dekka leikmanninn sem skoraði fyrir þá. Mér fannst við betri í seinni hálfleik og áttum skilið að vinna. Okkar besti leikur á tímabilinu."


Pétur er fæddur árið 1997 en hann vonast til að festa sig í sessi í liðinu hjá BÍ/Bolungarvík.

„Ég vil bara fá að spila og verð að halda áfram ef ég ætla að reyna halda mér í liðinu. Það eru fleiri ungir strákar sem geta spilað."

Elmar Atli Garðarsson er annar ungur leikmaður sem spilar með BÍ/Bolungarvík en hann er jafngamall og Pétur.

„Elmar spilaði mjög vel eins og hann gerir oftast. Hann skilar alltaf sínu og það er gott að spila með honum en ég er samt alltaf að bíða eftir marki frá honum, það ætti að koma í sumar," sagði Pétur.

BÍ/Bolungarvík byrjaði á þremur töpum í 1. deildinni en Pétur telur að liðið geti náð fínum árangri í sumar.

„Ég held það séu engin takmörk fyrir möguleikunum í sumar. Við byrjuðum auðvitað illa og okkur er spáð niður en það er ekki að fara gerast."

Sjá einnig:
Leikmaður 1.
umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)

Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner