Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 27. apríl 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tindastóll fær finnskan miðjumann (Staðfest)
Mynd: HJK Helsinki
Tindastóll er búinn að krækja í miðjumann fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna.

Annika Haanpää er fædd 1998 og hefur leikið fyrir nokkur af sterkari liðum finnsku deildarinnar á ferlinum en hún lék síðast með Matera í C-deild ítalska boltans í vetur.

Það var í annað sinn sem hún lék í ítalska boltanum, eftir að hafa leikið með Ravenna í B-deildinni veturinn 2019.

Haanpää hefur fjórum sinnum endað í öðru sæti í finnsku deildinni og tvisvar sinnum tapað í úrslitaleik bikarsins. Hún lék þrjá leiki fyrir U19 landsliðið en á eftir að spreyta sig með A-landsliðinu.

Tindastóll endaði í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í fyrra, með 26 stig úr 21 umferð.

Stólarnir byrjuðu nýtt tímabil á 0-1 tapi á heimavelli gegn FH og eiga erfiðan útileik gegn Breiðabliki í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner