Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mán 05. september 2016 22:01
Jóhann Ingi Hafþórsson
Birkir Már: Hafði tilfinningu að hann myndi klikka á vítinu
Icelandair
Birkir Már átti fínan leik í kvöld.
Birkir Már átti fínan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson átti fínasta leik er Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik undankeppni HM sem fram fer í Rússlandi eftir tvö ár.

Bakvörðurinn var á móti einum besta leikmanni úkraínska liðsins, Yevhen Konoplyanka, en hann hélt honum vel í skefjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Úkraína 1 -  1 Ísland

„Mér fannst þetta ganga þokkalega, mér fannst ég halda honum þokkalega niðri. Hann gerði ekki svakalega mikið"

Hann segir stig á útivelli gegn Úkraínu sé mjög gott og er hann sáttur við úrslitin, sérstaklega í ljósi þess að Úkraína var betri aðilinn í seinni hálfelik.

„Eitt stig á útivelli er næstum því alltaf mjög gott. Við erum ánægðir með stigið, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist."

Áðurnefndur Konoplyanka tók víti í seinni hálfleik eftir að Arnór Ingvi gerðist brotlegur inni í teig en hann skaut í stöngina. Birkir segist hafa haft tilfinningu fyrir því að hann væri að fara að brenna af.

„Ég hafði tilfinningu fyrir að Hannes myndi taka það. Það var einhver tilfinning að hann myndi klikka á vítinu."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner