Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 12. október 2016 15:30
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #3
Veigar Páll er sagður á leið í annað hvort FH eða Fjölni.
Veigar Páll er sagður á leið í annað hvort FH eða Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic er orðaður við Stjörnuna og Val.
Damir Muminovic er orðaður við Stjörnuna og Val.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grétar Sigfinnur er orðaður við ÍA.
Grétar Sigfinnur er orðaður við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Sverrisson gæti tekið við Fykli.
Eyjólfur Sverrisson gæti tekið við Fykli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Leósson er einn af þeim sem eru orðaðir við Leikni.
Reynir Leósson er einn af þeim sem eru orðaðir við Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir gæti verið á heimleið.
Katrín Ómarsdóttir gæti verið á heimleið.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Guðmunda er eftirsótt.
Guðmunda er eftirsótt.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þá er komið að þriðja slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Smelltu hér til að sjá slúðurpakka #1 (02.10)
Smelltu hér til að sjá slúðurpakka #2 (07.10)


FH: Veigar Páll Gunnarsson gæti verið á leið í FH frá Stjörnunni. Eiður Smári Guðjohnsen hefur óvænt verið orðaður við FH. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, er á óskalista Fimleikafélagsins og Martin Lund Pedersen gæti fylgt Ólafi Pála Snorrasyni frá Fjölni. Áfram ríkir mikil óvissa um framtíð Steven Lennon og fleiri leikmanna. Samningaviðræður við skoska framherjann ganga hægt og hann er ítrekað orðaður við KA.

Stjarnan: Garðbæingar eru í leit að vinstri bakverði og miðverði en Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á förum. Damir Muminovic, varnarmaður Blika, er áfram á óskalistanum. Ólafur Ingi Skúlason er líka áfram orðaður sterklega við Stjörnuna.

KR: Ef Willum verður áfram þjálfari KR þá verða Arnar Gunnlaugsson og Henrik Bödker ekki aðstoðarþjálfarar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., hefur líka verið orðaður við þjálfarastöðuna. Pálmi Rafn Pálmason gæti verið á förum en hann vill fara í KA.

Fjölnir: Í Grafarvogi stendur yfir leit að nýjum aðstoðarþjálfara eftir að Ólafur Páll Snorrason fór til FH. Veigar Páll Gunnarsson gæti komið sem spilandi aðstoðarþjálfari ef hann fer ekki í FH. Ólafur Brynjólfsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Vals, og Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis Fáskrúðsfjarðar, eru einnig orðaðir við aðstoðarþjálfarastöðuna. U21 árs landsliðsmaðurinn Viðar Ari Jónsson gæti verið á leið út í atvinnumennsku. Sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson vill fara frá Fjölni.

Valur: Orri Sigurður Ómarsson gæti verið á leið út í atvinnumennsku og Valsmenn vilja fá mann í hjarta varnarinnar. Félagið gerði tilboð í Elfar Frey Helgason á dögunum en Damir Muminovic, liðsfélagi hans hjá Breiðabliki,er einnig orðaður við Val. Margar kjaftasögur eru í kringum Val og Daníel Leó Grétarsson (Álasund), Sigurbergur Elísson (Keflavík) og Óskar Örn Hauksson (KR) eru einnig sagðir á óskalistanum. Hrvoje Tokic og Martin Lund Pedersen eru líka orðaðir við Val en þeir voru jafnir með níu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Tokic er á förum frá Víkingi Ó. og Martin Lund er samningslaus hjá Fjölni. Tómas Óli Garðarsson er líklega á förum frá Val en hann var í láni hjá Leikni R. síðari hluta sumars.

Breiðablik: Nýr aðstoðarþjálfari er á leið í Kópavoginn. Ólafur Brynjólfsson er orðaður við stöðuna. Talsverðar breytingar gætu einnig orðið á leikmannahópnum á næstu vikum en nokkrir leikmenn eru orðaðir við brottför.

Víkingur R.: Marko Perkovic og Josip Fucik eru á förum frá Víkingi en annars er rólegt yfir slúðrinu í Fossvogi.

ÍA: Skagamenn vilja miðvörð þar sem Ármann Smári Björnsson sleit hásin á dögunum og Arnór Snær Guðmundsson er í skóla í Bandaríkjunum. Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á óskalistanum en hann er á förum frá Stjörnunni. Jeppe Hansen, framherji KR, er einnig orðaður við Skagamenn.

ÍBV: Þjálfaramálin eru ennþá í óvissu í Eyjum. Jesper Tollefsen, fyrrum þjálfari Vikings R. og Leiknis R. vill fá starfið. Hermann Hreiðarsson hefur verið orðaður við endurkomu til Eyja og þá hafa Sigurður Jónsson, Bjarnólfur Lárusson og Tómas Ingi Tómasson verið nefndir við starfið.

Víkingur Ólafsvík: Jeppe Hansen er sagður á óskalista Ólafsvíkinga en þeir þurfa að fylla skarð Hrvoje Tokic sem er á förum. Verið er að skoða hvaða aðrir erlendu leikmenn verða áfram í Ólafsvík.

KA: Steven Lennon er áfram sterklega orðaður við KA. Atli Sigurjónsson, fyrrum leikmaður Þórs, gæti óvænt farið í KA frá Breiðabliki. KA er einnig að reyna að fá Kristófer Pál Viðarsson sem sló í gegn á láni hjá Leikni F. frá Víkingi R. í sumar.

Grindavík: Í Grindavík vilja menn fá Daníel Leó heim frá Álasund sem og Sigurberg Elísson frá Keflavík.

Fylkir: Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson eru saman orðaðir við þjálfarstöðuna í Árbænum. Magnús Gylfason, Helgi Sigurðsson, Kristján Guðmundsson og Úlfur Blandon hafa líka verið orðaðir við starfið. Fylkismenn vilja fá Ólaf Inga Skúlason heim í Árbæinn sem spilandi aðstoðarþjálfara. Samkeppnin um Ólaf Inga gæti þó orðið erfið við toppliðin í Pepsi-deildinni.

Þróttur R.: Brenton Muhammad, markvörður Tindastóls, er orðaður við Þróttara. Brenton er landsliðsmarkvörður Antigua & Barbuda.

Keflavík: Jeppe Hansen er á óskalista Keflvíkinga. Líkt og kom fram í síðasta slúðurpakka eru talsverðar breytingar framundan á leikmannahópnum en stefnt er á að yngja liðið upp.

Þór: Steven Walmsley, leikmaður Tindastóls, hefur verið orðaður við Þór.

Haukar: Á Ásvöllum er vilji fyrir því að fá Ásgeir Þór Ingólfsson á heimaslóðir en samningur hans við Grindavík er að renna út.

Fram: Ennþá heyrast kjaftasögur af því að Fram gæti skipt um þjálfara. Kristján Guðmundsson er sá nýjasti til að vera orðaður við starfið. Ásgeir Marteinsson gæti komið aftur til Fram en hann er á förum frá ÍA.

Leiknir R.: Í efra Breiðholti stendur þjálfaraleit ennþá yfir. Reynir Leósson, Jón Þór Hauksson, Páll Einarsson og Auðun Helgason hafa verið orðaðir við stöðuna.

Selfoss: Varnarmaðurinn Sigurður Eyberg Guðlaugsson er samningslaus en önnur félög hafa sýnt honum áhuga.

HK: Hafa sýnt áhuga á að fá framherjann Kenneth Hogg frá Tindastóli.

Leiknir F.: Kantmaðurinn efnilegi Kristófer Páll Viðarsson verður í Pepsi-deildinni með Víkingi R. næsta sumar eftir að hafa verið í láni hjá uppeldisfélaginu á Fáskrúðsfirði í sumar. Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliði Leiknis, er samningslaus og að skoða sín mál.

ÍR: Í neðra Breiðholti er markið sett hátt en ÍR vill fá markahrókinn Atla Viðar Björnsson frá FH.

Grótta: Úlfur Blandon gæti hætt sem þjálfari Gróttu og leitað annað.

Njarðvík: Það verða líklega litlar breytingar á leikmannahópnum. Gísli Freyr Ragnarsson gæti þó tekið sér pásu frá knattspyrnuiðkun.

Tindastóll: Stefán Arnar Ómarsson er fluttur til Svíþjóðar og verður ekki áfram þjálfari. Hann og Haukur Skúlason stýrðu Tindastóli til sigurs í 3. deildinni í sumar. Óvíst er hvernig þjálfaramálum verður háttað næsta sumar hjá Stólunum.

Kári: Jón Vilhelm Ákason gæti farið í Kára eftir að ljóst varð að hann leikur ekki áfram með ÍA.

Einherji: Yngvi Borgþórsson er að hætta sem þjálfari Einherja. Víglundur Páll Einarsson gæti tekið aftur við þjálfun Einherja en hann þjálfaði Fjarðabyggð á síðasta tímabili.

Dalvík/Reynir: Atli Sveinn Þórarinsson er hættur sem þjálfari hjá Dalvík/Reyni. Atli Már Rúnarsson og Páll Viðar Gíslason eru báðir orðaðir við starfið.

Pepsi-deild kvenna:

Stjarnan: Íslandsmeistararnir vilja fá Guðmundu Brynju Óladóttur í framlínuna frá Selfossi sem féll úr Pepsi-deildinni. Stjarnan vill einnig fá Hrafnhildi Hauksdóttur frá Selfossi. Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Doncaster, gæti verið á heimleið og Stjarnan vill fá hana.

Breiðablik: Telma Þrastardóttir er mögulega á förum frá Breiðabliki.

Valur: Jörundur Áki Sveinsson er orðaður við Val en hann hætti sem aðstoðarþjálfari Leiknis R. á dögunum. Cloe Lacasse úr ÍBV, Guðmunda Brynja Óladóttir og Katrín Ómarsdóttir eru á óskalistanum á Hlíðarenda.

Þór/KA: Eru í baráttunni um að fá Guðmundu og Hrafnhildi frá Selfossi.

ÍBV: Guðmunda er eftirsótt og ÍBV er líka að reyna að krækja í hana.

KR: Katrín Ómarsdóttir gæti snúið aftur í sitt gamla félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner