Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. janúar 2018 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carvalhal: Erum ekki lengur á bráðamóttökunni
Mynd: Getty Images
„Við erum mjög ánægðir," sagði Carlos Carvalhal, stjóri Swansea, eftir 3-1 sigur á Arsenal í kvöld.

Þetta er annar deildarsigur Swansea í röð en síðasti sigur liðsins kom gegn Liverpool. Liðið er nú komið úr fallsæti.

„Að vinna Arsenal eftir að hafa unnið Liverpool, ég er enn stoltari af leikmönnunum mínum," sagði Carvalhal.

„Við sköpuðum fleiri færi en þeir. Leikmennirnir unnu sína vinnu stórkostlega. Ég sagði eftir sigurinn á Watford (30. desember) að við værum ekki dauðir úr öllum æðum, við værum enn andandi."

„Við eigum möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum ekki lengur á bráðamóttökunni, það er stutt í að læknirinn segi að við megum fara heim," sagði sá portúgalski.
Athugasemdir
banner
banner