Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 02. mars 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Argentínski hópurinn: Dybala og Icardi ekki valdir
Icelandair
Dybala er ekki í hópnum.
Dybala er ekki í hópnum.
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Ítalíiu og Spáni í vináttuleikjum í lok mánaðarins.

Argentína mætir Íslandi á HM í sumar og leikirnir í mars eru hluti af undirbúningi fyrir mótið í Rússlandi.

Argentína hefur gríðarlega breidd í fremstu víglínu og þeir Paulo Dybala hjá Juventus og Mauro Icardi hjá Inter eru ekki í hópnum að þessu sinni.

Dybala hefur verið að koma til baka eftir meiðsli aftan í læri á meðan Icardi hefur einungis skorað eitt mark frá áramótum.

Gonzalo Higuain, liðsfélagi Dybala hjá Juventus, snýr aftur í hópinn þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsla á ökkla.

Ramiro Funes Mori, varnarmaður Everton, er í hópnum en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu eftir aðgerð á hné.

Ekkert pláss er í 22 manna hópnum fyrir Javier Pastore hjá PSG. Sampaoli ætlar að bæta við nokkrum mönnum í hópinn en þá er einungis um að ræða leikmenn sem spila í úrvalsdeildinni í Argentínu.

Hópurinn í heild: Sergio Romero (Manchester United), Nahuel Guzman (Tigres), Willy Caballero (Chelsea); Javier Mascherano (Hebei China Fortune), Nicolas Otamendi (Manchester City), Federico Fazio (Roma), Gabriel Mercado (Sevilla) Marcos Rojo (Manchester United), Ramiro Funes Mori (Everton), Marcos Acuna (Sporting CP), Eduardo Salvio (Benfica) Nicolas Tagliafico (Ajax); Lucas Biglia (AC Milan), Ever Banega (Sevilla), Leandro Paredes (Zenit), Angel Di Maria (Paris Saint-Germain) Manuel Lanzini (West Ham), Giovani Lo Celso (Paris Saint-Germain); Diego Perotti (Roma) Lionel Messi (Barcelona), Sergio Aguero (Manchester City), Gonzalo Higuain (Juventus)
Athugasemdir
banner
banner
banner