Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 12. mars 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Hörður Björgvin: Næ vonandi að berja Dybala aðeins niður
96 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Icelandair
Hörður í leik með íslenska landsliðinu.
Hörður í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður fagnar marki gegn Króötum í júní.  Ísland mætir Króatíu á HM þann 26. júní.
Hörður fagnar marki gegn Króötum í júní. Ísland mætir Króatíu á HM þann 26. júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
96 dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi í sumar. Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður íslenska landsliðsins og Bristol City, er orðinn mjög spenntur fyrir sumrinu.

„Það var gaman að sjá þetta á Twitter þar sem menn frá öllum löndum voru að halda á lofti. Eiður gerði þetta mjög vel fyrir okkur. Það er komin tilhlökkun fyrir HM og við getum ekki beðið," sagði Hörður Björgvin við Fótbolta.net í síðustu viku.

Ánægður með að byrja gegn Argentínu
Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir okkar riðil. Auðvitað er þetta erfiður riðill en við erum komnir á HM og það er ekkert auðvelt í þessu. Það er bara tillhlökkun að fá að keppa á móti bestu leikmönnum heims."

„Ég er búinn að spila á móti nokkrum sem eru í argentínska landsliðinu. Ég á eftir að kynna mér nígeríska liðið betur en ég veit að þar eru góðir og sterkir leikmenn. Við þurfum síðan ekkert að ræða Króatana frekar."


Hörður er ánægður með að Ísland mæti sterku liði Argentínu strax í fyrsta leik. „Ég tel möguleikana vera mjög góða. Það er best að mæta Argentínu í fyrsta leik þegar þeir eru ekki orðnir 100% og komnir inn í mótið. Það var ekki hægt að hugsa það betra en að fá þá strax og klára þá."

Viss um að Dybala verði í hóp
Hörður var í nokkur ár á mála hjá Juventus en þar var liðsfélagi hans argentínski snillingurinn Paulo Dybala sem skaut Juve áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku.

„Þegar dregið var í riðla sagðist hann vonast eftir að vera með okkur í riðli. Það gerðist síðan. Við fórum fljótir að skrifa á hvorn annan að þetta var akkúrat það sem við vildum," sagði Hörður sem vona

„Vonandi verður hann á hægri kanti þannig að ég nái aðeins að berja hann niður. Það er skemmtilegt að fá að spila á móti Argentínu. Þetta er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi," sagði Hörður.

Dybala er ekki í argentínska hópnum fyrir komandi vináttuleiki við Spán og Ítalíu í lok mánðarins. Dybala var að stíga upp úr meiðslum þegar hópuirnn var valinn á dögunum.
Hörður er pottþéttur á því að hann verði á hópnum fyrir HM í sumar.

„Það er bókað. Hann mun koma inn og vera fyrsti maður á blað með Messi eða Higuain," sagði Hörður.

Vonast til að Panama stríði Englandi
Englendingar eru ennþá brenndir eftir tapið gegn Íslandi á EM 2016 og ræða lítið við Hörð um landsliðið.

„Þeir ræða ekki mikið við mig um landsliðið. Það var sárt fyrir þá að tapa á móti okkur. Maður getur montað sig af þessu þegar þeir vilja ekki tala þetta. Þeir fengu Panama núna og það gæti orðið önnur krísa hjá þeim. Vonandi geta þeir strítt Englendingunum," sagði Hörður að lokum.


Athugasemdir
banner
banner