Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
banner
   mán 23. apríl 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Túfa: Tjöldum fyrir framan Egilshöll og spilum þrjá leiki
Túfa á hliðarlínunni.
Túfa á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA byrjar fótboltasumarið á þremur leikjum á höfuðborgarsvæðinu á rúmri viku en tveir af þessum leikjum fara fram í Egilshöllinni.

Fyrstu leikir KA
28. apríl Fjölnir - KA (Egilshöll)
1. maí Haukar - KA (Gaman-ferða völlurinn)
6. maí Fylkir - KA (Egilshöll)

„Ég held að við tjöldum fyrir utan Egilshöllina og spilum þrjá útileiki á einni viku," sagði Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA léttur í bragði. „Við höfum spilað alla leiki í vetur innanhús. Það kemur bikarleikur þarna á milli og hann er líka á gervigrasi."

„Ég var um helgina í bænum til að horfa á Fjölni og safna upplýsingum fyrir fyrsta leik. Þú getur ekki valið hvaða lið þú mætir fyrst og ég býst við hörkuleik á móti góðu Fjölnisliði."

Guðmann Þórisson byrjar fyrstu tvo leikina í banni og vinstri bakvörðurinn Milan Joksimovic verður ekki með í byrjun sumars.

„Sá eini sem er meiddur og missir af byrjun móts er vinstri bakvörðurinn Milan. Steinþór Freyr (Þorsteinsson) er að koma til og verður klár. Við erum klárir og bíðum spenntir eftir að mótið byrjar," sagði Túfa.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner