Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Njarðvík 
Landsliðsmaður Nicaragua í Njarðvík (Staðfest)
Mynd: Njarðvík
Njarðvík hefur fengið Dani Cadena til liðs við sig fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Hinn þrítugi Dani er framliggjandi miðjumaður en hann lék níu leiki með KF í 2. deildinni síðari hlutann á síðasta tímabili.

Dani er frá Spáni en hann er einnig með ríkisfang frá Nicaragua þar sem hann er landsliðsmaður.

Dani á að baki 14 landsleik með Nicaragua en hann hefur skorað í þeim þrjú mörk.

Hann fer út seinni hlutann í mars og tekur þátt í landsliðsverkefni með Nicaragua sem er í 117. sæti á heimslista FIFA.

Annað kvöld getur Dani spilað sinn fyrsta mótsleik með Njarðvík en þá mætir liðið Hvíta Riddaranum í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner