Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
banner
   fös 01. maí 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Davíð Þór: Fínt að fá svona stórleik snemma
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pepsi-deildin fer af stað á sunnudag en stórleikur umferðarinnar verður á mánudagskvöld þegar KR og FH eigast við í Frostaskjólinu.

„Það er tilhlökkun hjá okkur eins og þeim að byrja þetta mót loksins. Það er alltaf gaman að koma í Frostaskjólið og ég býst við hörkuleik á mánudagskvöld," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.

„Menn eru að spá okkur, KR og Stjörnunni í sérflokk. Svo verður bara að sjá hvað gerist en KR er með virkilega sterkt lið og búið að bæta við sig nýjum mönnum síðustu vikurnar. Á pappírnum mjög gott lið."

„Menn hafa talað um að það sé slæmt að hafa þessa stórleiki snemma en ég held að það sé ágætt fyrir deildina. Það er ágætis auglýsing og gæti vakið athygli."

FH hefur verið þekkt fyrir að leika 4-3-3 en liðið hefur leikið 4-4-2 á undirbúningstímabilinu. Davíð var spurður að því hvernig það hafi gengið.

„Ágætlega að mestu leyti. Við höfum bæði átt góða og slæma leiki og kannski skort stöðugleika hjá okkur. Þetta er bara fótbolti og við erum með okkar færslur sama hvaða leikkerfi er spilað. Við erum með okkar hlutverk."

Mikil umræða hefur verið um sterkan leikmannahóp FH en Davíð segir að í Hafnarfirði séu menn ekkert óvanir pressunni.

„Frá 2003 erum við búnir að lenda í einu af tveimur efstu sætunum. Okkur er alltaf spáð ofarlega og við höfum staðið við það. Aðalatriðið er fyrir okkur að mæta eins og menn í þetta mót og gjöra svo vel að þessar spár muni rætast," segir Davíð en FH er spáð efsta sæti. Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner