Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fös 01. júlí 2016 10:27
Magnús Már Einarsson
Annecy
Breyting hjá Jóni Daða frá 2012: Horfir stoltur til baka
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þann 2. júlí 2012 tryggði Jón Daði Böðvarsson Selfyssingum stig í botnbaráttuslag gegn Keflavík í Pepsi-deildinni með marki á 90. mínútu í leik liðanna í Keflavík. Annar landsliðsmaður, Arnór Ingvi Traustason skoraði einnig í þessum leik.

Á sunnudaginn, fjórum árum og einum degi eftir leikinn í Keflavík þá mun Jón Daði ganga inn á Stade de France í 8-liða úrslitum á EM með íslenska landsliðinu.

Jón Daði var spurður að því á fréttamannafundi hvort að landsliðsdraumurinn hafi verið í huga hans fyrir fjórum árum.

„Landsliðið var alltaf draumur en að komast í það á svona stuttum tíma var ekki alveg planið," sagði Jón Daði.

„Ég hugsa oft til baka og sé hversu stutt það er síðan maður var að spila á Selfossi, þessum litla bæ. Það gerir mann stoltan. Ég hef aldrei verið hamingjusamari."

Jón Daði var einnig spurður um athyglina sem íslenska liðið hefur fengið í heimspressunni undanfarna daga.

„Þetta er mjög stórt skref í íþróttasögu Íslands. Fjölmiðlathyglin er mikil og það fylgir þessu. Það er frábært skref að fá þessa jákvæðu athygli og það er gott fyrir framtíiðna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner