Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. janúar 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Albert Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2
Albert í leik með U21 landsliði Íslands þar sem hann er fyrirliði.
Albert í leik með U21 landsliði Íslands þar sem hann er fyrirliði.
Mynd: Raggi Óla
Albert Guðmundsson kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld þar sem hann var tekinn í viðtal.

Albert hefur verið í Hollandi undanfarin ár en hann gekk til liðs við Heerenveen aðeins sextán ára gamall. Albert varð tvítugur síðasta júní.

Albert gekk til liðs við PSV Eindhoven sumarið 2015 og er hann fyrirliði varaliðsins. Albert fær tækifæri með aðalliðinu í bikarkeppnum og á lokamínútum deildarleikja.

„Það er erfitt að brjóta sig inn í liðið þegar liðið vinnur alla leiki. Samkeppnin er hörð, en það er ekkert sem er að fara að brjóta mig niður og ég held áfram að berjast fyrir sæti mínu í liðinu. Ég er meira að horfa á næsta tímabil meira sem byrjunarliðsmaður og ég geri þær kröfur á sjálfan mig að verða búinn að vinna mig inn í liðið þá," sagði Albert meðal annars í viðtalinu.

Albert er í landsliðshópi Íslendinga sem mætir Indónesíu í janúar, en hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik á svipuðum tíma í fyrra.

Viðtalið er hægt að sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner