Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 02. janúar 2018 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Sessegnon skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson vermdi varamannabekk Reading er liðið tapaði 2-0 fyrir Birmingham á heimavelli.

Reading er aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu þrátt fyrir fína byrjun á tímabilinu á meðan Birmingham er í fallsæti.

Wolves lenti ekki í vandræðum gegn Brentford og er með tólf stiga forystu á toppi deildarinnar.

Þá var Fulham undir í hálfleik gegn Ipswich sem missti Jordan Spence af velli snemma í síðari hálfleik.

Í kjölfarið tók táningurinn Ryan Sessegnon, sem spilar sem vinstri bakvörður og er eftirsóttur af stærstu liðum enska boltans, málið í sínar hendur. Hann skoraði tvö og lagði eitt upp á sjö mínútna kafla.

Aboubakar Kamara gerði tvö mörk á sama kafla og lauk leiknum með verðskulduðum 4-1 sigri.

Fulham 4 - 1 Ipswich
0-1 J. Garner ('45)
1-1 R. Sessegnon ('69)
2-1 A. Kamara ('72)
3-1 R. Sessegnon ('74)
4-1 A. Kamara ('76)
Rautt spjald: J. Spence, Ipswich ('54)

Wolves 3 - 0 Brentford
1-0 R. Neves ('57)
2-0 B: Douglas ('59)
3-0 D. Jota ('80)

Reading 0 - 2 Birmingham
0-1 J. Maghoma ('24)
0-2 S. Gallagher ('64)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner