Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 02. mars 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Carragher: Rodgers á allt hrósið skilið
Rodgers hefur gersamlega snúið gengi Liverpool við.
Rodgers hefur gersamlega snúið gengi Liverpool við.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, segir að Brendan Rodgers eigi fullt hrós skilið fyrir viðsnúning sinna gömlu félaga á tímabilinu.

Liverpool vann 2-1 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, en liðið hefur tekið 20 stig af 24 mögulegum eftir áramót og hefur ekkert lið gert betur.

Það má því segja að Liverpool stefni hraðbyri að Meistaradeildarsæti eftir skelfilega byrjun á tímabilinu, sem Carragher skrifar á þann tíma sem það tók nýja leikmenn að aðlagast.

,,Hver einasti stjóri hrósar leikmönnunum sínum og á að gera það, en sú vinna sem Brendan Rodgers hefur unnið er framúrskarandi því það voru fimm nýir leikmenn í liðinu í dag sem komu í sumar," sagði Carragher.

,,Fólk hafði sínar efasemdir fyrr á tímabilinu en það mætti segja núna að það hafi tekið þá tíma að aðlagast og þeir séu núna að sýna hvað í sér býr."

,,Þessir leikmenn komu til félagsins og Rodgers átti þátt í því, en hann hefur fundið leikkerfi sem hentar þessum leikmönnum, kerfi sem var ekki upphafleg áætlun um það hvernig liðið ætlaði að vera. Hann fann leið til að ná því besta úr leikmönnunum þó það hafi ekki verið sú leið sem liðið vildi fara fyrst."

,,Stjórinn á hrós skilið. Hann á allt hrós skilið því það er ekki bara Liverpool sem er að spila vel og vinna, þeir fundu leikstíl sem meistararnir gátu ekki höndlað."

Athugasemdir
banner
banner
banner