Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 02. júní 2015 18:59
Elvar Geir Magnússon
Allar líkur á að Ragnar Péturs sé með slitið krossband
Ragnar eftir að hafa meiðst gegn Ólafsvíkingum.
Ragnar eftir að hafa meiðst gegn Ólafsvíkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur hefur orðið fyrir áfalli því allar líkur eru á að sóknarmiðjumaðurinn skeinuhætti Ragnar Pétursson sé með slitið krossband.

Undirritaður ræddi við Ragnar þar sem hann var að horfa á liðsfélaga sína hita upp fyrir bikarleik gegn BÍ/Bolungarvík sem fer senn að hefjast. Ragnar studdist þar við hækjur.

Ragnar hefur leikið afar vel fyrir Þróttara í upphafi móts en liðið er með fullt hús í 1. deildinni.

„Þetta hefur ekki verið staðfest en ég bý mig undir það versta. Mér er sagt að það séu 99% líkur á því að krossbandið sé slitið en ég held í veika von," segir Ragnar.

Hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar Þróttur vann Víking Ólafsvík í stórleik í 1. deildinni síðasta föstudag.

„Ef krossbandið er slitið kemur maður bara beint aftur í Pepsi," sagði Ragnar brattur að lokum en leikur Þróttar og BÍ/Bolungarvíkur hefst 19:15 og er í beinni textalýsingu hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner