Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. október 2017 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á von á því að 41 árs gamall Rajkovic verði áfram hjá KA
Flestir ef ekki allir erlendu leikmennirnir áfram
Rajkovic kom mörgum á óvart með flottri frammistöðu.
Rajkovic kom mörgum á óvart með flottri frammistöðu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á von á því að halda flestum þeim erlendu leikmönnum sem voru hjá félaginu í sumar.

„Það er nú bara upp og ofan, einhverjir eru með samning áfram. Aleksandar (Trninic) er með samning áfram, Archie (Nkumu) er með samning áfram og Callum (Williams). Við erum að ræða við Emil (Lyng) og Darko (Bulatovic). Þrír af fimm eru með samning út næsta tímabil og þeir verða hér áfram," sagði Sævar við Fótbolta.net

Talað hefur verið um að KA ætli að fá nýjan markvörð fyrir hinn 41 árs gamla Srdjan Rajkovic, en Sævar segir það ekki endilega rétt. Svo gæti farið að Rajko standi áfram í markinu næsta sumar.

„Það er alltaf eins með Rajko, hann fer alltaf (heim) til Serbíu í þrjár, fjórar vikur eftir að tímabilinu lýkur með fjölskylduna. Við ræðum síðan stöðuna með honum þegar hann kemur til baka."

„Ég á alveg eins von á því að hann verði áfram. Hann stóð sig þannig í sumar að það er ekkert út á hann að setja. Hann var sá markvörður sem hélt oftast hreinu á eftir Antoni Ara í sumar," sagði Sævar, en spennandi verður að fylgjast með því hvort Rajko verði áfram í markinu hjá KA-mönnum á næsta tímabili.

Hann segir að árangurinn í sumar hafi verið á pari við væntingar, KA endaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með 29 stig.

„Jú, við vorum að horfa í 5-8. sæti og að vera með 30 stig, þannig að þetta er á pari. Ég er nokkuð sáttur," sagði Sævar sem býst fastlega við því að að Túfa verði áfram þjálfari á næsta tímabili.

„Hann er með samning út næsta tímabil líka og það verða litlar breytingar þar held ég."
Athugasemdir
banner
banner