Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 03. febrúar 2016 21:54
Óðinn Svan Óðinsson
Spánn: Barcelona niðurlægði lærisveina Neville
Suarez var magnaður í kvöld
Suarez var magnaður í kvöld
Mynd: Getty Images
Fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Valencia er nú nýlokið og skemmst er frá því að segja að Börsungar hreinlega kjöldrógu gestina frá Valencia.

Það tók Luis Suarez ekki nema 7 mínútur að brjóta ísinn og eftir það sáu leikmenn Valencia aldrei til sólar. Suarez bætti svo við öðru marki strax 5 mínútum síðar áður en Messi bætti við þriðja markinu á 29. mínútu.

Ekki vænkaðist hagur Valencia þegar Shkodran Mustafi var sendur af velli og bætti Messi við marki á 59. mínútu leiksins.

Galdramaðurinn Lionel Messi innsiglaði svo þrennuna sína korteri fyrir leikslok. Börsungar voru þó hvergi nærri hættir og bætti Suarez við tveim mörkum áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0.

Barcelona 7 - 0 Valencia 

1-0 Luis Suarez (´7)
2-0 Luis Suarez ('12)
3-0 Lionel Messi (´29)
4-0 Lionel Messi ('59)
5-0 Lionel Messi ('74)
6-0 Luis Suarez ('83)
7-0 Luis Suarez ('88) 

Rautt spjald: Shkodran Mustafi, Valencia ('45)


Athugasemdir
banner
banner