Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. september 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Zlatan hafnaði AC Milan
Mynd: Getty Images
Sænski snillingurinn Zlatan Ibrahimovic staðfestir að hann hafi hafnað tilboði AC Milan í sumar.

Zlatan var orðaður við fleiri félög en AC Milan, lið eins og Arsenal, Fenerbahce og Galatasaray. Hann segir það þó aldrei hafa komið til greina að yfirgefa París.

„Ég sagði það allan tímann að ég yrði áfram hjá PSG. Mér líður mjög vel þar".

„Það kom alvöru tilboð frá AC Milan og þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég lít á það sem heiður að þeir hafi áhuga á mér. Það segir mér að ég er enn að standa mig vel",
sagði Zlatan.

Hann er í miklum metum hjá AC Milan eftir að hann leiddi liðið til sigurs í Serie A 2011 en þessi 33 ára gamli framherji hefur verið einkar sigursæll á ferli sínum og unnið deildina í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner