Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 20:39
Arnar Geir Halldórsson
Danmörk: Randers tapaði naumlega fyrir FCK
Tap á Parken
Tap á Parken
Mynd: Getty Images
FCK 1-0 Randers
1-0 Rasmus Falk (´13)

Ólafur Helgi Kristjánsson fór með sína menn í Randers í gin ljónsins í Danmörku í kvöld þegar þeir heimsóttu danska stórveldið FCK á Parken í Kaupmannahöfn.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var á sínum stað í byrjunarliði Randers og lék allan leikinn á milli stanganna.

Rasmus Falk kom heimamönnum yfir snemma leiks og reyndist það eina mark leiksins.

Randers situr í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en FCK hefur algjöra yfirburði og er nú með 12 stiga forskot á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner