Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 03. desember 2016 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: mbl.is 
Hjörtur og félagar sendir út að hlaupa um miðja nótt
Hjörtur hér í baráttunni með Bröndby
Hjörtur hér í baráttunni með Bröndby
Mynd: Getty Images
Hjört­ur Her­manns­son og fé­lag­ar hans í danska úr­vals­deild­arliðinu Brönd­by voru send­ir út að hlaupa seint í fyrrinótt eft­ir góðan útisig­ur á móti læri­svein­um Ólafs Kristjáns­son­ar í Rand­ers. Þetta kemur fram á mbl.is.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Bröndby og spilaði Hjörtur allan tímann í vörn síns liðs.

Eft­ir þriggja og hálfs klukku­tíma rútu­ferð frá Rand­ers voru liðsmenn Brönd­by ekki komn­ir heim til Kaup­manna­hafn­ar fyrr en um hálf þrjú um nótt­ina.

Í stað þess að halda heim á leið í rúmið ákvað Al­ex­and­er Zorniger, þjálf­ari liðsins, að senda leik­menn sína út á völl, hrista úr sér rútu­ferðina og fara í end­ur­heimt.

Brönd­by, sem er í öðru sæti dönsku deildarinnar, sæk­ir Es­bjerg heim á morgun og leik­ur þá sinn þriðja leik á einni viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner