Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: KSÍ 
Leikið til úrslita á Íslandsmótinu í Futsal í byrjun janúar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um komandi helgi hefst seinni hluti riðlakeppni Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu, Futsal, þegar leikið verður í A- og B riðli-karla.

Tvö efstu félögin tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum, en úrslitakeppnin sjálf verður leikin helgina 6. - 8. janúar. Undanúrslit og úrslit fara fram í Laugardalshöll.

Um þessa helgi verður leikið á Selfossi og í íþróttahúsi Kórsins og má búast við spennandi keppni.

Sunnudaginn 11. desember lýkur keppni í D-riðli karla og 17. desember verður leikið í C-riðli karla og A- og B-riðli hjá konunum.

Búið er að raða hvernig niðurröðunin verður í úrslitakeppninni og hægt er að sjá hvernig hún lítur út með því að smella á tenglana hér að neðan.

Úrslitakeppni karla

Úrslitakeppni kvenna
Athugasemdir
banner
banner
banner