Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 03. desember 2016 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Sarri um Balotelli: Gæti spilað fyrir hvaða lið sem er
Balotelli hefur verið að gera það gott með Nice
Balotelli hefur verið að gera það gott með Nice
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, þjálfari Napoli, er opinn fyrir því að fá vandræðagemsann Mario Balotelli aftur yfir til Ítalíu ef leikmaðurinn sjálfur hefur áhuga á því.

Balotelli fylgdist með Napoli vinna 3-0 sigur á sínum gömlu félögum í Inter í gærkvöldi, en hann hrósaði þeim ljósbláu fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Það fóru strax af stað sögusagnir um það hvort Balotelli væri á leiðinni til Napoli, en Sarri var spurður út í það eftir leik hvort að hann myndi vilja fá sóknarmanninn til félagsins.

„Það veltur á honum. Það er mjög fínt að búa í Nice, en það er líka mjög indælt í Napolí," sagði Sarri.

„Mario er leikmaður sem gæti spilað fyrir hvaða lið sem er. Ef það gengur ekki vel hjá honum, þá er það honum sjálfum að kenna."

Balotelli gekk til liðs við Nice í sumar, en þar hefur hann spilað virkilega vel og skorað sjö mörk í níu leikjum fyrir franska félagið.





Athugasemdir
banner
banner
banner