Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Express 
Yaya Toure sagður hafa verið gripinn fullur undir stýri
Er Yaya Toure í veseni?
Er Yaya Toure í veseni?
Mynd: Getty Images
Manchester City leikur nú gegn Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og staðan er 1-0 fyrir heimamönnum í City þegar búið er að flauta til hálfleiks.

Það vakti athygli þegar byrjunarliðin voru kynnt að Yaya Toure var ekki í byrjunarliðinu hjá City, en samkvæmt enskum fjölmiðlum var hann gripinn fullur undir stýri á mánudagskvöldið.

Hann mældist undir áhrifum áfengis og var tekinn niður á lögreglustöð. Samkvæmt frétt frá Express á Yaya að mæta fyrir dóm þann 13. desember.

Fílbeinstrendingurinn fór nýlega að spila aftur með City-liðinu, en hann skoraði tvisvar í endurkomuleiknum gegn Crystal Palace.

Bæði Man City og Toure neituðu að tjá sig um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner