Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. mars 2015 16:53
Magnús Már Einarsson
Tap í fyrsta leik gegn Sviss
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag.
Mynd: KSÍ - Þorvaldur Ingimundarson
Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 gegn Sviss í fyrsta leik sínum á Algarve mótinu í dag

Svisslendingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum og fengu tvö góð færi til að skora.

Á 56. mínútu komst Sviss yfir úr vítaspyrnu en sá dómur þótti vafasamur. Íslenska liðið sótti í sig veðrið eftir þetta og komst nálægt því að skora fljótlega eftir hornsyprnu.

Hallbera Guðný Gísladóttir átti síðan hornspyrnu sem endaði í stönginni áður en Sviss komst í 2-0 á 65. mínútu með skoti í stöng og inn frá vítateig.

Margrét Lára Viðarsdóttir kom við sögu í sínum fyrsta landsleik síðan 2013 og hún vildi fá vítaspyrnu í síðari hálfleik en ekkert var dæmt við litla hrifningu íslenska liðsins.

Byrjunarlið Íslands
Sandra Sigurðardóttir
Anna María Baldursdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgrímsdóttir 46)
Lára Kristín Pedersen (Hallbera Guðný Gísladóttir 46)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65)
Hólmfríður Magnúsdóttir
Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73)
Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 59)
Athugasemdir
banner