Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. maí 2015 07:30
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini með skot á Chelsea fyrir neikvæðan leikstíl
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini hrósaði Tottenham fyrir skemmtilega spilamennsku eftir 1-0 sigur Manchester City í gær. Um leið skaut hann á Chelsea sem er Englandsmeistari en hefur verið gagnrýnt fyrir neikvæðan og leiðinlegan leikstíl.

„Ég er afar ánægður og vil hrósa Mauricio Pochettino og leikmönnum hans því liðið spilar skemmtilegan bolta. Liðið vann meistarana í Chelsea með því að skora fimm mörk gegn þeim, besta varnarliði deildarinnar," segir Pellegrini.

Pellegrini talaði sífellt um það á fréttamannafundinum að bæði City og Tottenham vilji spila áhorfendavænan fótbolta.

„Ég tel mikilvægt fyrir ensku úrvalsdeildina og stuðningsmenn að spila skemmtilegan bolta."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner