Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Álitsgjafar svara - „Kemur og étur ensku deildina"
Hver er leikmaður tímabilsins á Englandi?
Riyad Mahrez hefur átt stórkostlegt tímabil.
Riyad Mahrez hefur átt stórkostlegt tímabil.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net fékk vel valda álitsgjafa til að svara þremur spurningum varðandi enska boltann. Spurning tvö snýr að því hver sé leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni?



Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins:
Það er Jamie Vardy, langar að nefna fleiri í Leicester liðinu en Vardy hefur verið æðislegur, skorað öll þessi mörk og á sama tíma þvílíkur dugnaðarforkur þegar kemur að upphafspunkti í varnarleik Leicester.

Einar Örn Jónsson, RÚV:
Það er ábyggilega voða vinsælt að segja Jamie Vardy út af hans öskubuskusögu en ég ætla að velja Riyad Mahrez. Skorar, leggur upp og er síógnandi hrellir.

Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins:
Verð að henda þessum á Mahrez, þvílíkur leikmaður. Spilaði í 2. deild í Frakklandi fyrir korteri og kemur síðan og étur ensku deildina. Á fá orð til að lýsa þessum snilling.

Hjörtur Hjartarson, Akraborginni:
Jamie Vardy - Eg held með senterum í fótboltanum.

Benedikt Bóas Hinriksson, Morgunblaðinu:
N'Golo Kante. Maðurinn sem leyfir hinum að njóta sín. Margra manna maki á miðjunni.

Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli á Rás 2:
Er það ekki Riyad Mahrez?

Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis:
Það er hann N'Golo Kante miðjumaður Leicester.

Sjá einnig:
Hversu stórt er afrek Leicester?
Athugasemdir
banner
banner
banner