Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. maí 2016 12:14
Magnús Már Einarsson
Luca Toni leggur skóna á hilluna um helgina
Hættur.
Hættur.
Mynd: Getty Images
Luca Toni, framherji Hellas Verona, hefur ákveðið að legja skóna á hilluna eftir leikinn gegn Juventus í næstíðustu umferð Serie A um helgina.

Verona er fallið úr Serie A og hinn 38 ára gamli Toni hefur ákveðið að kalla þetta gott.

„Þetta var erfið og sársaukafull ákvörðun en ég er kominn á endastöð á ferli mínum," sagði Toni.

Toni varð tvívegis tvöfaldur meistari með FC Bayern en hann lék einnig með Palermo, Fiorentina, Juventus og fleiri félögum á ferlinum.

Toni var valinn í úrvalsliðið á HM 2006 þegar Ítalíu varð heimsmeistari.

Ekki er hægt að enda þetta á öðru en að hlusta á frábært stuðningslag Luca Toni. Njótið!


Athugasemdir
banner
banner
banner