Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 05. maí 2016 14:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hefur áhyggjur af framtíð Sturridge hjá Liverpool
Gæti Sturridge verið á leið frá Liverpool?
Gæti Sturridge verið á leið frá Liverpool?
Mynd: Getty Images
Phil Thompson, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að ef Daniel Sturridge byrji ekki fyrir Liverpool gegn Villarreal gætu dagar hans hjá félaginu verið taldir.

Liverpool eru marki undir í einvíginu eftir tap í fyrri leiknum sem fór 1-0. Sturridge kom ekkert í sögu í þeim leik heldur sat sem fastast á bekknum.

Framherjinn spilaði hins vegar allan leikinn í 3-1 tapi Liverpool gegn Swansea en það var yngsta lið sem Liverpool hefur teflt fram í úrvalsdeildinni.

„Ég hef miklar áhyggjur af því að Sturridge spilaði ekkert í fyrri leiknum og hann virtist dapur í leiknum gegn Swansea. Leikurinn gegn Villarreal er stór fyrir feril hans hjá Liverpool og hann mun spurja sjálfan sig hvort hann vilji vera áfram, fái hann ekki að spila."

Klopp spilaði fremur varnarsinnað gegn Villarreal þar sem Roberto Firmino var fremsti maður á meðan Christian Benteke kom inná sem varamaður seint í leiknum.

„Ég skil afhverju Klopp byrjaði með Roberto Firmino en það kom mér mikið á óvart að Sturridge kom ekki inná þegar 20 mínútur voru eftir þegar Liverpool gat skorað útivallarmark," bætti Thompson við.
Athugasemdir
banner
banner