Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2015 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: ManUtdZone 
Smalling telur Martial vera erfiðasta andstæðing sinn
Smalling hefur byrjað tímabilið mjög vel með Man Utd.
Smalling hefur byrjað tímabilið mjög vel með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Chris Smalling hefur verið einn af bestu mönnum Manchester United á tímabilinu. Hann telur Anthony Martial, nýjan sóknarmann félagsins, vera meðal þeirra allra bestu í heimi um þessar mundir.

Martial, sem er 19 ára gamall, hefur skorað þrjú mörk í fjórum deildarleikjum og er víst erfiður að eiga við á æfingum.

„Þið hafið séð það sem hann gerir í leikjum, hann er mjög erfiður á æfingum og er efstur á lista yfir þá sóknarmenn sem ég vil ekki mæta," sagði Smalling.

„Hann er snöggur og býr yfir gæðum. Menn eru hissa á því hversu sterkur hann er. Hann stóð sig vel gegn tveimur sterkum miðvörðum Wolfsburg í Meistaradeildinni og svo gerir hann vel í hverri viku á Englandi.

„Hann er gáfaður leikmaður og finnur góðar hlaupaleiðir sem opna sóknarleikinn mikið."

Athugasemdir
banner
banner