Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2015 13:53
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn Már fer frá KR
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net
Þorsteinn Már Ragnarsson er á förum frá KR nú þegar samningur hans rennur út en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þorsteinn Már hefur leikið með KR undanfarin fjögur tímabil en á þeim tíma hefur hann orðið tvívegis bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari.

„Ég hef átt fína tíma þarna en ég tel að það sé rétta skrefið að fara núna," sagði Þorsteinn við Fótbolta.net í dag.

Hinn 25 ára gamli Þorsteinn hefur verið mjög sterklega orðaður við sitt gamla félag Víking frá Ólafsvík sem komst upp í Pepsi-deildina á dögunum.

„Það heillar alveg og það er einn af möguleikunum. Ég ætla að setjast niður með nokkrum félögum og ætla ekki að taka ákvörðun í fljótfærni," sagði Þorsteinn.

Þorsteinn skoraði fimm mörk í nítján leikjum með KR í Pepsi-deildinni í sumar.

Í júlí var hávær orðrómur um að hann myndi fara í Breiðablik eða Val en á endanum kláraði Þorsteinn tímabilið með KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner