Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. mars 2018 16:04
Elvar Geir Magnússon
Rúrik fær mikið lof fyrir frammistöðu sem hægri bakvörður
Rúrik Gíslason í búningi Sandhausen.
Rúrik Gíslason í búningi Sandhausen.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason fær mikið lof í þýska miðlinum Kicker fyrir frammistöðu sína síðan hann gekk í raðir Sandhausen í B-deildinni í janúar.

Rúrik skoraði í jafnteflisleik um helgina og fær góða dóma en liðið er í fimmta sæti.

Sagt er í umsögn Kicker að Rúrik hafi verið að spila sem hægri bakvörður síðan hann kom til Sandhausen og hafi skinið í þeirri stöðu. Hann er valinn í úrvalslið umferðarinnar.

Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt fast sæti sem hægri bakvörður landsliðsins, hefur því væntanlega fengið enn meiri samkeppni um sína stöðu.

Í næstu viku verður svo opinberaður landsliðshópur sem mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum 23. og 27. mars.


Athugasemdir
banner