Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. mars 2018 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í naumu tapi gegn Hollandi
Byrjunarliðið gegn Hollandi.
Byrjunarliðið gegn Hollandi.
Mynd: KSÍ
U17 ára lið karla tapaði 1-2 gegn Hollandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2018, en leikið er í Hollandi.

Það var Andri Lucas Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Andri Lucas, er eins og nafnið gefur til kynna, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, sem er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins.

Andri Lucas var með fyrirliðaband Íslands í gær en faðir hans var um nokkurt skeið fyrirliði íslenska A-landsliðsins.

Ísland leikur næst á laugardaginn gegn Tyrklandi og síðan á þriðjudaginn gegn Ítalíu.

Byrjunarlið Íslands:
Sigurjón Daði Harðarson (M)
Teitur Magnússon
Finnur Tómas Pálmason
Guðmundur Axel Hilmarsson
Atli Barkarson
Sölvi Snær Fodilsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Kristall Máni Ingason
Karl Friðleifur Gunnarsson
Andri Lucas Guðjohnsen (F)
Arnór Ingi Kristinsson
Athugasemdir
banner
banner