Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 07. apríl 2014 09:10
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Carrick og Ferdinand til West Ham?
Powerade
Carrick er orðaður við West Ham.
Carrick er orðaður við West Ham.
Mynd: Getty Images
Zola gæti tekið við Leeds.
Zola gæti tekið við Leeds.
Mynd: Getty Images
Hér er helsta slúðrið úr ensku blöðunum á þessum fína mánudegi.



Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ætlar að berjast við Chelsea um Lazar Markovic framherja Benfica. (Metro)

West Ham og Hull vilja fá Sulley Muntari miðjumann AC Milan en hann kostar þrjár milljónir punda. (Daily Mirror)

Alberto Moreno varnarmaður Sevilla er eftirsóttur en Arsenal, Manchester United, Manchester City, Chelsea og Liverpool eru öll á höttunum á eftir honum. (Metro)

West Ham ætlar að reyna að fá Michael Carrick og Rio Ferdinand aftur í sínar raðir frá Manchester United. (Caught Offside)

Chelsea skoðaði Serge Aurier varnarmann Toulouse í leik um helgina en leikmaðurinn hefur sjálfur áhuga á að fara til Arsenal. (Inside Futbol)

Massiom Cellino, eigandi Leeds, gæti fengið Gianfranco Zola til að taka við liðinu af Brian McDermott. (Times)

Kevin Campbell, fyrrum framherji Arsenal, segir að félagið eigi að reyna að fá Romelu Lukaku frá Chelsea. (Talksport)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er tilbúinn að taka áhættu og láta Samuel Eto´o spila gegn PSG á morgun en hann hefur verið frá keppni síðustu tvær vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. (Daily Star)

Real Madrid ætlar að fá Luke Shaw frá Southampton eða Guilherme Siqueira frá Benfica og selja Fabio Coentrao í staðinn. (Marca)

Juventus er tilbúið að berjast við Napoli um Tim Krul markvörð Newcastle. (Tuttosport)

Jose Mourinho vill fá 24 milljónir punda fyrir Romelu Lukaku en auk félaga á Englandi þá hafa Borrusia Dortmund, Bayer Leverkusen og Atletico Madrid áhuga á Belganum. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner