Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 07. apríl 2014 11:42
Magnús Már Einarsson
Jose Mourinho: Þið eruð tíkarsynir
Mourinho var í basli á Spáni.
Mourinho var í basli á Spáni.
Mynd: Getty Images
The Times hefur birt hluta úr nýrri bók sem ber nafnið “The Special One – The Dark Side of Jose Mourinho” en í henni er reynt að komast til botns í því af hverju Jose Mourinho átti erfiða tíma í starfi sem þjálfari Real Madrid.

Í bókinni er meðal annars birt áhugaverð saga í tengslum við 1-1 jafntefli Real Madrid og Barcelona í apríl 2011.

Real Madrid þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda titilvonum sínum á lífi en leikurinn fór 1-1. Mourinho var brjálaður eftir að Marca birti fréttir um byrjunarlið Real Madrid fyrir leik en hann ákvað að hafa Pepe óvænt á miðjunni með Sami Khedira og Xabi Alonso.

Mourinho heldur því fram að leikmenn Real Madrid hafi verið duglegir að leka liðsuppstillingum í fjölmiðla fyrir leiki og eftir umræddan leik gegn Barcelona trylltist hann í klefanum eftir leik.

,,Þið eruð svikarar. Ég bað ykkur um að tala ekki við neinn um liðsuppstillinguna en þið svikuð mig. Það sýnir að þið eruð ekki á mínu bandi. Þið eruð tíkarsynir," sagði Mourinho.

,,Eini vinurinn sem ég á í búningsklefanum er Granero...og ég er ekki einu sinni viss um að ég geti treyst honum lengur. Þið skilduð mig aleinan eftir. Þið eruð ekkert annað en tíkarsynir."

Mourinho tók því næst dós af Red Bull og henti í veginn með þeim afleiðingum að drykkurinn fór yfir andlitið á næstu mönnum.

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, hlustaði ekki á alla ræðu Mourinho heldur fór í sturtu á meðan Portúgalinn var ennþá að hrauna yfir leikmenn. Casillas átti síðar eftir að missa sæti sitt í Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner